Erlendur Geirdal

sjomadur

Nafn: Erlendur Geirdal

Aldur: 49 ára

Starf: Tæknifræðingur

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Á vefsíðum eins og evropuvefur.is, evropa.isevropustofa.isjaisland.is og vidraedur.is. Einnig sæki ég fræðslufundi og fylgist með þjóðfélagsumræðunni.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Öll umræða er gagnleg en mér finnst of margir ala á hræðslu og fordómum í garð Evrópusambandsins. Það vantar sárlega vandaða og hlutlausa fræðsluþætti á RÚV svo fólk geti myndað sér sjálfstæðar skoðanir á Evrópusambandinu.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Ég tel hagsmunum Íslands betur borgið innan sambandsins. Rætur okkar liggja til Evrópu og þar eru flestar okkar vina- og samstarfsþjóðir í gegnum aldirnar.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga?Lægra vöruverð til neytenda og aukna sölu til Evrópu á unnum afurðum s.s. landbúnaðarvörum og sjávarfangi vegna afnáms verndartolla.

Lægri vextir af íbúðalánunum okkar og mun meiri stöðugleika í fjármálum, jafnvel löngu áður en við tækjum upp evruna.

Lægri skólagjöld í breska háskóla fyrir þá sem kjósa að nema þar.

Við Íslendingar munum fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir um regluverk ESB eru teknar í stað þess að taka við tilskipunum án þess að hafa áhrif á þær eins og nú er.

Uppáhalds:          

Borg í Evrópu: Kaupmannahöfn

Eurovisionlag: Euphoria hinnar sænsku Loreen

Knattspyrnulið í Evrópu: Barcelona

 

Kaflinn um sjávarútveginn hefur ekki verið opnaður í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Þá hafa samningsmarkmið Íslands ekki verið lögð fram. Hér má lesa um þróun sjávarútvegsstefnu ESB og hér má lesa um þær breytingar sem verið er að gera á sjávarútvegsstefnunni.

Unnið er að mótun samningsmarkmiða Íslands í aðildarviðræðunum. Mikið hefur þó verið skrifað um málið. Hægt er að kynna sér málið til dæmis hér, hér og hér.