Gunnlaugur Sigurðsson

tolvukall

Nafn: Gunnlaugur Sigurðsson

Aldur: 40 ára

Starf: Tölvunarfræðingur

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Aðallega í fjölmiðlum.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Ef ég á að lýsa umræðunni með einu orði þá mundi ég segja að hún væri „barnaleg.“ Annars er hún rosalega svart/hvít. Fólk er sett í hópa „með“ eða „á móti“ sem er ótrúlega barnaleg nálgun á svona stóru máli og reyndar bara almennt. Hvorugur hópurinn virðist skoða bæði kosti og galla. Þeir sem eru „á móti“ tala bara um gallana og kjósa að ræða ekki kostina. Hið sama má segja um „með hópinn“, þeir tala um kostina og sleppa göllunum. Ég segi, ræðum kosti og galla og berum niðurstöðurnar saman við núverandi stöðu á landinu og tökum þannig upplýsta afstöðu til aðildar.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Það kemur í ljós þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir, nema komið verði í veg fyrir að viðræðurnar verði kláraðar og þ.a.l. að almenningur geti kynnt sér niðurstöðuna milliliðalaust og ómengaða af upphrópunum sérhagsmunahópa.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga? Upptaka stærri, sterkari og stöðugari gjaldmiðils er líklega einn stærsti kosturinn.

Lægri vextir, lægri verðbólga og óverðtryggð neytendalán (sem eru reyndar í boði í dag), en hlutfall þeirra af heildarskuldum neytenda er óhagstætt og helst ekki í hendur við skuldasamsetningu ríkissins sem er í kringum 75/25 verðtryggingunni í hag, en ætti að vera öfugt.

Aðrir kostir eru lægra matvælaverð, ásamt niðurfellingu verndartolla í þeirri mynd sem er í dag, ásamt því að meiri samkeppni myndast á markaði neytendum í hag.

Uppáhalds:          

Borg í Evrópu: París

Eurovisionlag: Hard Rock Halleluja með Lordi

Knattspyrnulandslið í Evrópu (með hverjum heldurðu á EM?):  Fylgist ekki með knattspyrnu….alveg satt :)

 

Sá gríðarlegi kostnaður sem heimilin í landinu bera af íslensku krónunni mun heyra sögunni til með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Verðtryggingin verður óþörf, vextirnir munu lækka og heimilin og atvinnulífið munu njóta góðs af auknum stöðugleika.

Kaflinn um efnahags- og peningamál, í viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur ekki verið opnaður, en samningsafstaða Íslands hefur verið lögð fram.