Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

nemandi

Nafn: Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Aldur: 18

Starf: Nemi

Hvar færð þú helst upplýsingar um Evrópusambandið? Ég fæ helst upplýsingar úr fjölmiðlum, hjá Já Ísland, Evrópuvefnum og öðrum svipuðum upplýsingasíðum.

Hvernig finnst þér umræðan um Evrópusambandið í samfélaginu? Umræðan um Evrópusambandið á það til að vera óupplýst og öfgafull, en ég tel það vera nauðsynlegt að ræða þetta mál á öfgalausan og upplýsandi hátt.

Telurðu hagsmunum Íslands betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins? Ég hallast að því að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB en utan þess. Nauðsynlegt er þó fyrir almenning að fá að sjá samninginn svo hægt sé að gera upp hug sinn með staðreyndir málsins á borðinu.

Hvaða kosti sérðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrir Íslendinga? Niðurfelling tolla sem mun skila sér í ódýrari verslun, líka netverslun, er einn af kostunum við aðild Íslands að ESB. Lægra matvælaverð, lægri vextir og þar af leiðandi betri staða almennings í landinu, eru aðrir kostir við aðild Íslands að ESB.

Uppáhalds:

Borg í Evrópu: Kaupmannahöfn

Eurovisionlag: Euphoria

Knattspyrnulandslið í Evrópu (með hverju helduru á EM)?: Ítalíu

 

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru má gera ráð fyrir því að erlendar fjárfestingar munu aukast, erlend fyrirtæki munu setjast að og skapa þannig atvinnu á Íslandi, skólagjöld í breskum háskólum munu lækka fyrir íslenska námsmenn og tækifærin fyrir unga Íslendinga munu verða fleiri.