Já fyrir efnahag Íslands

 • Aukinn stöðuleiki með evru í stað krónu.
 •  Bætt stjórnsýsla vegna aukins aðhalds.
 • Efnahagssamdráttur mun ekki leiða til gjaldeyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta eins og raunin hefur orðið í fortíð.
 • ESB er langmikilvægasta markaðssvæðið fyrir útflutning á íslenskri þjónustu og íslenskum vörum með um 60 – 80% hlutdeild.
 • Hætta á gjaldeyriskreppu með tilheyrandi erfiðleikum hverfur með evrunni.
 • Íslenskt efnahagslíf verður síður bráð spákaupmennsku og braski með gjaldmiðilinn.
 • Lægri vextir. Á síðustu 10 árum hafa raunvextir verið nálægt 6% á Íslandi en um 0,5% á evrusvæðinu.
 • Losnum við viðskiptakostnaðinn af krónunni en hann skiptir milljörðum.
 • Minni gengissveiflur auðvelda áætlanagerð og uppbyggingu atvinnulífs.
 • Minni verðbólga. Á síðustu 10 árum hefur verðbólga verið um 6% að meðaltali á Íslandi en 1,3% til 3,2% evrusvæðinu.
 • Mun greiðari aðgangur að erlendu fjármagni – auðveldara að ná til erlendra fjárfesta.
 • Stökkbreytingar skulda verða úr sögunni þar sem gengifellingar og gjaldeyriskreppur verða ekki sjálfkrafa fylgifiskar efnahagserfiðleika.
 • Vaxtamunur milli Íslands og evrulanda minnkar og jafnvel hverfur. Sjálfstæður gjaldmiðill þýðir alltaf vaxtamun því krónan þykir miklu verri geymslumiðill verðmæta en evran.
 • Verðtrygging verður óþörf.
 • Víðara öryggisnet fyrir fjármálakerfið.