Já fyrir fyrir landsbyggðina
- Aðgangur fæst að byggða- og uppbyggingarsjóðum en til þeirra rennur um 1/3 af heildarfjárlögum ESB.
- Aðhald og festa eykst í íslenskri byggðastefnu og gerir hana markvissari.
- Íslenskir sveitarstjórnarfulltrúar fá setu í Svæðanefnd ESB sem tekur þátt í að móta starfsskilyrði evrópskra sveitafélaga.
- Með Lissabonsáttmálanum er fær rödd sveitarstjórna aukið vægi og nálægðarreglan er tryggð í sessi.
- Minni gengissveiflur auðvelda áætlanagerð og uppbyggingu atvinnulífs.
- Samstarf íslenskra sveitarfélaga við sveitarfélög í Evrópu mun aukast og það skilar sér í aukinni þekkingu og vandaðri vinnubrögðum.
- Sjálfstæði sveitarfélaga til eigin athafna eykst. Það sýnir reynsla Svía og Finna svart á hvítu.
- Stöðugra gengi, verðlag og vaxtaumhverfi eykur fjölbreytni atvinnulífsins og möguleika einstaklingsins á fjölbreyttum störfum
- Strjálbýl svæði norðarlega í álfunni njóta sérstaks forgangs með greiðari aðgangi að byggða- og uppbyggingarsjóðum ESB.
- Styrkir frá ESB til ýmissa mála, svo sem til nýsköpunar í landbúnaði og endurbóta á innviðum, sem nýtast neytendum með betri og fjölbreyttari vöru, þjónustu og innviðum.