Já fyrir fyrirtækin


 • Afnám tolla milli Íslands og ESB ríkja á landbúnaðar- og sjávarafurðum – aukin tækifæri til útflutnings og fullvinnslu.
 • Áhættuálag fjárfesta og fyrirtækja vegna pólitískrar áhættu á Íslandi minnkar.
 • Ákvarðanir teknar með hinum ESB ríkjunum. Nú er nær allur lagarammi íslensks atvinnulífs ákveðinn af ríkjum ESB, án þátttöku Íslands.
 • Auðveldari og traustari áætlanir – keypt og selt í sömu mynt.  Gengissveiflur setja áætlunargerð ekki lengur úr skorðum.
 • Aukið traust á íslenskum fyrirtækjum vegna þess að þau starfa á þekktu og viðurkenndu markaðssvæði og lúta reglum þess. Ekki síst þegar evran hefur leyst krónuna af hólmi.
 • Aukinn stöðuleiki með evru í stað krónu.
 • Efnahagssamdráttur mun ekki leiða til gjaldeyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta eins og raunin hefur orðið í fortíð.
 • ESB er langmikilvægasta markaðssvæðið fyrir útflutning á íslenskri þjónustu og íslenskum vörum með um 60 – 80% hlutdeild.
 • Frelsi til athafna og kaupa og selja eignir til og frá útlöndum með evru.
 • Gagnsæi og auðveldari verðsamanburður við inn- og útflutning.
 • Lægri fjármagnskostnaður eykur samkeppnishæfni og greiðir fyrir uppbyggingu atvinnulífs.
 • Minni viðskiptakostnaður við lönd innan ESB vegna tollabandalags og gengisáhætta verður úr sögunni.
 • Möguleikar opnast fyrirtækjum til að geta átt bein viðskipti við erlenda banka.
 • Rekstrarafkoma ræðst af árangri í rekstri og markaðsstarfi en ekki af sveiflum í gengi eins og nú er í svo ríkum mæli.