Já fyrir heimilin


 • Áætlað er að vaxtamunur milli Íslands og Evrópu verði aldrei minni en 2,5 – 3% vegna krónunnar. Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.500 milljarðar og 3% af því eru 45 milljarðar.
 • Afnám verðtryggingarinnar með evru og föst greiðslubyrði lána.
 • Auðveldari og traustari áætlanir um heimilisreksturinn.
 • Auðveldari verðsamanburður milli landa.
 • Aukið úrval í kjölfarið af afnámi tolla á innflutning frá ESB ríkjunum.
 • Aukin neytendavernd.
 • Fjölskylda sem skuldar 30 milljónir í verðtryggt húsnæðislán greiðir aukalega 750 – 900 þúsund krónur í vexti vegna krónunnar.
 • Jafnrétti kynjanna er eitt af grunngildum ESB.
 • Lægra matvælaverð með afnámi tolla sem eykur samkeppni og bætir kaupmáttinn.
 • Lægra verð á vöru og þjónustu vegna lægri fjármagnskostnaðar og aukinnar samkeppni – einkum eftir að skilyrði fyrir evru verða uppfyllt.
 • Lægri vextir á húsnæðismarkaði og almennt á lánamarkaði.
 • Meiri samkeppni – auðveldari verðsamanburður við útlönd sem leiðir til aðhalds fyrir þá sem selja vörur og þjónustu á Íslandi.
 • Minni verðbólga. Á síðustu 10 árum hefur verðbólga verið um 6% að meðaltali á Íslandi en 1,3% til 3,2% evrusvæðinu.
 • Möguleikar opnast fyrir einstaklinga til að geta átt bein viðskipti við erlenda banka.
 • Stöðugra gengi, verðlag og vaxtaumhverfi eykur fjölbreytni atvinnulífsins og möguleika einstaklingsins á fjölbreyttum störfum.
 • Stöðugra verðlag.
 • Aukinn stöðuleiki með evru í stað krónu.
 • Stökkbreytingar skulda verða úr sögunni þar sem gengisfellingar og gjaldeyriskreppur verða ekki sjálfkrafa fylgifiskar efnahagserfiðleika.
 • Styrkir frá ESB til ýmissa mála, svo sem til nýsköpunar í landbúnaði og endurbóta á innviðum, sem nýtast neytendum með betri og fjölbreyttari vöru, þjónustu og innviðum.