Já fyrir menningu og listir


  • Aukin tengsl við aðildarríki ESB munu auka samskipti og menningartengsl sem mun auðga menningarlífið og gefa íslenskri menningu og listamönnum aukin tækifæri á erlendum vettvangi.
  • ESB leggur áherslu á að viðhalda menningarlegri fjölbreytni.
  • Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum Evrópsamstarfsins. Kostnaður við þýðingar færist til ESB.
  • Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var keltneska tekin upp sem eitt af opinberum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er.
  • Með aðild að ESB opnast mörg tækifæri fyrir þá sem sinna listum.