Já fyrir námsmenn


  • Aðgangur að fjölda styrktarsjóða fyrir rannsóknir námsmanna á háskólastigi.
  • Aðgangur fyrir nemendur í mennta- og háskólum til að gerast skiptinemar í lengri eða skemmri tíma í ESB löndunum.
  • Afnám verðtryggingarinnar með evru og föst greiðslubyrði lána.
  • Aukinn aðgangur að viðamiklu vísinda-, mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram samkvæmt margvíslegum áætlunum og samstarfi ESB ríkjanna.
  • Eitt af markmiðum Félagsmálasjóðs ESB er að vinna að jöfnum tækifærum kvenna og karla á vinnumarkaði. Það skapar okkur ný tækifæri.
  • Engin gjaldeyrisáhætta fyrir íslenska námsmenn í ESB ríkjunum sem taka námslán.
  • Fjölskylda sem skuldar 30 milljónir í verðtryggt húsnæðislán greiðir aukalega 750 – 900 þúsund krónur í vexti vegna krónunnar.
  • Greiður aðgangur að háskólum erlendis og lægri skólagjöld.
  • Hvatning til íslensku háskólanna/ menntaskóla með aukinni samkeppni um nemendur við erlenda háskóla.
  • Lægri vextir á húsnæðismarkaði og almennt á lánamarkaði.
  • Meiri samræming og aukin viðurkenning prófgráða milli háskóla á Íslandi og innan ESB.
  • Minni gengissveiflur auðvelda áætlanagerð
  • Stöðugra gengi, verðlag og vaxtaumhverfi eykur fjölbreytni atvinnulífsins og möguleika einstaklingsins á fjölbreyttum störfum