Já fyrir umhverfið


 • Aukin nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda og samdráttur í brennslu jarðefnaeldsneyta er eitt af meginmarkmiðum loftslagsstefnu ESB. Það gagnast íslenskum hagsmunum vel.
 • Dreifbýlissjóður ESB styður við umhverfis- og náttúruvernd í sveitum og dreifðum byggðum.
 • Eitt af markmiðum Sjávarbyggðasjóðs ESB er að stuðla að vistvænum veiðum.
 • ESB beitir sér fyrir rétti almennings til þátttöku í ákvörðunum í umhverfismálum, aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál og að réttarúrræðum í umhverfismálum.
 • ESB gengur lengst iðnríkja í áætlunum um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
 • ESB hefur forystu í heiminum í áætlunum um notkun endurnýjanlegra orkugjafa.
 • ESB hefur haft forustu um að tryggja þróunarríkjum aðstoð við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.
 • Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, sem hefur haft forustu á alþjóðavettvangi fyrir samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Eitt og sér stæði Ísland mun veikar.
 • Stjórnsýsla umhverfismála á Íslandi mun eflast við aðild að ESB.
 • Umhverfismál hafa sameinað ríki Evrópu og með sameiginlegum aðgerðum hefur náðst umtalsverður árangur, t.d. í loftslagsmálum, þökk sé styrk ESB á alþjóðavettvangi.
 • Unnið er að endurskoðun á hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Ísland getur haft jákvæð áhrif á endurskoðun hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB.