Já fyrir landbúnað og sjávarútveg
- Afnám tolla milli Íslands og ESB ríkja á landbúnaðar- og sjávarafurðum – aukin tækifæri til útflutnings og fullvinnslu.
- Auðveldari og traustari áætlanir – keypt og selt í sömu mynt. Gengissveiflur setja áætlunargerð ekki lengur úr skorðum.
- Aukin samkeppni leiðir til hagkvæmari búrekstrar og kemur bændum smátt og smátt undan miðstýringarkerfi íslenska landbúnaðarkerfisins.
- Bændum opnast miklir möguleikar til að flytja út afurðir sínar þegar tollar og aðrar innflutningshömlur falla niður.
- ESB leggur mikla áherslu á byggðaþróun og markvissa aðstoð við að byggja upp atvinnulíf og skapa ný tækifæri í dreifðari byggðum sambandsins. Það mun gagnast íslenskum byggðum.
- Hreinleiki og ímynd íslenskrar náttúru skapar íslenskum afurðum mikil tækifæri á evrópskum mörkuðum þegar markaðsaðgangur er tryggður.
- Ísland fær tækifæri til þess að miðla reynslu sinni og stefnu um sjálfbæra nýtingu fiskistofna án ríkisstyrkja.
- Lægri fjármagnskostnaður eykur samkeppnishæfni og greiðir fyrir uppbyggingu.
- Aukinn stöðuleiki með evru í stað krónu.
- Minni viðskiptakostnaður við lönd innan ESB vegna tollabandalags og gengisáhætta verður úr sögunni.
- Rekstrarafkoma ræðst af árangri í rekstri og markaðsstarfi en ekki af sveiflum í gengi eins og nú er í svo ríkum mæli.