Já fyrir lýðræðið og fullveldið


 • Ákvæði um beina þátttöku almennings í töku ákvarðana er nú bundið í grunnlög ESB eftir að Lissabonsáttmálinn tók gildi.
 • Bætt stjórnsýsla vegna aukins aðhalds.
 • Eftir að Ísland missti það hernaðarlega mikilvægi sem það hafði fyrir Bandaríkin á dögum kalda stríðsins getur aðild að ESB eflt aftur samskipti Íslands við þennan mikilvæga bandamann vestanhafs, þar sem bandarískir ráðamenn kjósa nú að láta mikið af samskiptum sínum við Evrópuríki fara í gegn um stofnanir ESB.
 • Flestar ákvarðarnir ráðherraráðs og leiðtogaráðs ESB eru teknar á grundvelli samkomulags allra. Ávallt er reynt að sætta sjónarmið.
 • Frelsi frá hættunni á  einangrun sem stjórnvöld og/eða atvinnulífið geta skapað þjóðinni.
 • Ísland fær aðgang að vettvangi þar sem fjallað er um samskipti þjóða og leikreglur sem varða landsmenn miklu á tímum hnattvæðingar. Á þann hátt fáum við hlutdeild í að ráða eigin örlögum langt umfram það sem nú er.
 • Ísland hefur alla tíð tekið þátt í samstarfi vestrænna þjóða og notið góðs af því en um leið lagt sitt af mörkum. Aðild að ESB felur í sér enn nánara samstarf með 27 öðrum Evrópuþjóðum.
 • Ísland verður fullgildur aðili í stað þess að sætta sig við aukaaðild eins og nú er.
 • Íslendingar tækju þátt í því að móta lög og reglur ESB til jafns við önnur aðildarríki.
 • Íslendingar taka sæti í öllum valdastofnunum ESB.
 • Jafnrétti kynjanna er eitt af grunngildum ESB.
 • Raunverulegt fullveldi fæst með því að deila því með öðrum þjóðum til að ná sameiginlegum markmiðum.
 • Samstarf íslenskra sveitarfélaga  við sveitarfélög í Evrópu mun aukast og það skilar sér í aukinni þekkingu og vandaðri vinnubrögðum.
 • Samstöðuskylda ESB-þjóða, sem hefur verið fest í sessi í stofnsáttmála sambandsins, eflir öryggi smáþjóðarinnar Íslands.
 • Tækfæri til að leggja okkar af mörkum til hagsældar Evrópu.