Aðalfundur 2015 – viðhorf stjórnmálaflokkanna 26.09.15

Já Ísland heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 30. september 2015, kl. 17.30.
Fundurinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 4, salur F&G.

Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

Dagskrá:

Fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi kynna viðhorf sín til aðildar Íslands að ESB, stöðunnar, þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og hvað er framundan.

Þessi taka til máls:

  • Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokkur
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur
  • Árni Páll Árnason, Samfylkingin
  • Katrín Jakobsdóttir, Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Óttarr Proppé, Björt framtíð
  • Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar

Að loknum þessum dagskrárlið, um kl. 18.30
hefjast hefðbundin aðalfundarstörf og lýkur þeim um kl. 19:

  • Skýrsla um liðið starfsár
  • Kjör stjórnar
  • Kjör framkvæmdaráðs
  • Starfið framundan og önnur mál

Fundurinn á Facebook

Framhaldið í dóm þjóðarinnar 21.04.15

thjod

Alþingi og ríkisstjórn ber skylda til þess að stíga varlega til jarðar og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná fram sáttum. Til þess er bara ein leið fær – að leggja málið í dóm þjóðarinnar.- Lesa meira

Ánægjuleg þróun 04.02.15

iceland-crowd

Stuðningsmönnum aðildar Íslands fjölgar jafnt og þétt og mikill meirihluti landsmanna er á móti áformum ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum.- Lesa meira

Þjóðleg Evrópuumræða 05.07.14

jonasolveig_litil

Punkturinn er þessi: Eins fjarlægt og menntamálaráðherra vill telja sér trú um að Evrópusambandið sé, þá stendur það svo nærri kjarna íslensks fullveldis að það setur sjálfa stjórnarskrána í uppnám. ESB er ekki eitthvert „langtíburtistan“ – það er partur af hvunndegi allra Íslendinga.- Lesa meira

Bakkabræður í ríkisstjórn 25.05.14

Þórir Stephensen

Ég get ekki að því gert, að mér finnst sumt í gerðum núverandi ríkisstjórnar minna mig á baðstofubygginguna á Bakka. Einkum á það við um utanríkis- og fjármál.- Lesa meira

Þjóðaratkvæði í vor 12.01.14

þp

Fái leiðtogar ríkisstjórnarinnar með þessum hætti umboð til að framkvæma þjóðarviljann myndast ekkert stjórnskipulegt misgengi á milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það einfaldlega á valdi sínu hvort svo verður.- Lesa meira

Vonbrigði – áskorun til Alþingis 13.09.13

esb-isl2

Samtökin Já Ísland lýsa furðu á vinnubrögðum utanríkisráðherra þegar hann leysir upp samninganefndina við Evrópusambandið. Hann vanvirðir bæði vilja Alþingis og gefin fyrirheit um að þjóðin ákveði framhaldið.- Lesa meira

Form ákvarðana um aðildarviðræður 01.09.13

þp

Utanríkisráðherra hefur nefnt þjóðaratkvæði um ímyndaðan aðildarsamning. Það er út í hött. Ákvörðunin á þessu stigi snýst aðeins um slit eða framhald viðræðna. Málamiðlunin gekk út á að Alþingi vísaði þeirri spurningu til þjóðarinnar.- Lesa meira

Ljúkum aðildarviðræðum 22.08.13

fleiritaekifaeri

„Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila.“ segja þær Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir- Lesa meira