Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins 08.02.12

Föstudaginn 10. febrúar stendur Alþjóðamálastofnun HÍ fyrir erindi um Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins. Það verður Jordi Vacquer i Fanés, forstöðumaður alþjóðamálastofnunarinnar í Barcelona sem flytur erindið.

„Sú bjartsýni sem ríkti innan ESB í kjölfarið hefur nú dofnað eftir kosningasigra flokka íslamista í Túnis, Egyptalandi og Marokkó. Ástandið er síður en svo stöðugt í Líbýu og Jemen og mótmælendur í Bahrein og Sýrlandi eru vægðalaust beittir ofbeldi. Óvissan um framtíðina er því mikil á þessum slóðum. Ári eftir fall Mubaraks er Evrópusambandið enn að reyna að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa í arabaheiminum. Nú þarf að grípa tækifærið og endurskoða stefnu sambandsins til þess að geta tekist á við þessar nýju áskoranir.“

Fundurinn fer fram í Lögbergi 101, milli klukkan 12 og 13 og eru allir velkomnir.

Erindið fer fram á ensku.

Áskoranir Evrópusambandsins 02.02.12

al

Föstudaginn 3. febrúar heldur Anna Jardfelt, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar, erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um þær áskoranir sem Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir. Í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnunar kemur eftirfarandi fram: „Hlutverk þess sem leiðandi afls í alþjóðasamfélaginu hefur veikst vegna fjármálakreppunnar og þeirrar valdatogstreitu sem er til staðar innan sambandsins. Hvaða þýðingu hefur þetta…


- Lesa meira

Stjórna stóru aðildarríkin öllu? Tíu fullyrðingar um nýja Evrópustefnu Þýskalands. 24.01.12

noname

Föstudaginn 27. janúar, verður Simon Bulmer, prófessor í Evrópufræðum og deildarstjóri við Sheffield háskólann í Bretlandi, gestur Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands. Bulmer mun fjalla um stöðu Þýskalands sem stórveldis innan Evrópusambandsins og þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þess í Evrópusamstarfinu. Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 101 milli klukkan 12 og 13. Allir velkomnir.


- Lesa meira

Hversu áhrifamikil eru smáríki við ákvarðanir innan ESB? 30.09.11

diana_panka

EVRÓPA – samræður við fræðimenn Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri. Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram. Hversu…


- Lesa meira

Leið Finnlands inn í ESB 13.09.11

anti

Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og UNESCO, heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í samstarfi við finnska sendiráðið og Norræna húsið, þriðjudaginn 13. september frá kl. 12:30 til 13:30 í fundarsal Norræna hússins.  Kuosmanen tók þátt í samningaviðræðum Finna við ESB 1993-1994 og starfaði seinna að ýmsum verkefnum innan sambandsins. Meðal annars var…


- Lesa meira

Leið Finnlands í Evrópusambandið. 12.09.11

noname

Þriðjudaginn 13. september stendur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir fyrirlestri um leið Finnlands í Evrópusambandið. Erindið heldur Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Kuosmanen tók þátt í samningaviðræðum Finna við ESB 1993-1994 og starfaði seinna að ýmsum verkefnum innan sambandsins. Meðal annars var hann í samninganefnd ESB þegar ríki Austur-Evrópu, sem og Kýpur…


- Lesa meira

Evrópa: Samræður við fræðimenn 08.09.11

Clive Archer_0

Í vetur mun Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir fundarröðinni “Evrópa: Samræður við fræðimenn,” þar sem rætt verður erlenda fræðimenn um rannsóknir þeirra á Evrópumálum. Fundirnir munu fara fram í Odda 201 (Háskóli Íslands) á fötudögum milli klukkan 12 og 13. Fyrsti fundurinn verður næsta föstudag, 9. september, en þar mun Dr. Clive Archer, prófessor emeritus…


- Lesa meira