Ísland – 3 / Noregur 30 08.08.14

jonasolveig_litil

Enn skrifar Jóna Sólveig Elínardóttir athyglisverða grein um Evrópumálin í Fréttablaðið.

„Evrópustefna íslenskra stjórnvalda leggur ofuráherslu á aukin áhrif á mótun evrópsk-íslenskrar löggjafar á grundvelli EES. Stefnan gengur hins vegar ekki upp.

Hávær krafa stjórnarliða um niðurskurð í utanríkisþjónustunni gengur þvert gegn Evrópustefnuni. Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES löggjöf.

Þar stöndum við okkur verst EES ríkjanna, svo illa raunar að miklu munar á okkur og Norðmönnum sem fylgja í kjölfarið. Vandamálið kristallast í alltof reglulegum kvörtunum frá eftirlitsstofnun EFTA en auk þess enda málin of oft í mannaflsfrekum og rándýrum málaferlum fyrir EFTA dómstólnum. Þetta er grafalvarlegt fyrir íslenska ríkisborgara og fyrirtæki sem búa ekki við sambærilega löggjöf og ríkisborgarar hinna EES ríkjanna auk þess sem þetta er mjög kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur.

Starfsmenn sendiráðs Íslands í Brussel eru alls 15, þ.m.t. bílstjóri, þrír móttökuritarar auk bókhaldara sem hafa enga aðkomu að framkvæmd EES-samningsins. Einungis þrír starfsmenn sendiráðsins eru fulltrúar íslenskra fagráðuneyta. Til samanburðar starfa rúmlega 50 manns í sendiráði Noregs í Brussel en þar af starfa um 30 í EES tengdum málum. Þetta skiptir máli þegar við ræðum EES-samninginn því þótt við séum fámennari en Norðmenn lútum við sömu EES löggjöf, óháð stærð þjóðanna.

Sendiráðið í Brussel gegnir lykilhlutverki í rekstri EES og allri hagsmunagæslu íslenskra stjórnvalda á Evrópuvettvangi. Ef hvert íslenskt fagráðuneyti ætti að hafa að lágmarki einn fulltrúa í sendiráðinu væru þeir a.m.k. átta. Í dag eru hins vegar aðeins fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og fjármálaráðuneytinu, en þeirra málaflokkar ná ekki yfir nærri því allt svið EES samningsins. 

Stjórnvöld eru í sjálfheldu í Evrópumálum. Sá mannafli sem á að vinna að því að auka áhrif okkar á íslensk-evrópska löggjöf, er fastur í vinnu við úrbætur á alvarlegum innleiðingarhalla Íslands. Þá eru engar vísbendingar um eflingu utanríkisþjónustunnar í samræmi við ríka áherslu stjórnvalda á aukið vægi EES í hagsmunagæslu landsins.

En er einhver leið útúr þessum ógöngum? Jú, stjórnvöld gætu sýnt vilja í verki með því að styrkja utanríkisþjónustuna í stað þess að veikja hana. Aðeins þannig er hægt að taka sannfærandi atrennu að þeim metnaðarfullu markmiðum sem Evrópustefna íslenskra stjórnvalda leggur upp með og aðeins þannig getum við kannað til hlítar hvort að efld hagsmunagæsla á grundvelli EES skilar fullnægjandi árangri fyrir Ísland.“

Greinin á visir.is

Fullveldisframsal án fyrirsvars 22.07.14

jonasolveig_litil

Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.- Lesa meira

Auðnuleysi eða lykill að velferð 10.10.13

Ingolfur-sverrisson

Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja.- Lesa meira

Ánetjaður 30.01.12

jons

Ég þarf að gera játningu. Ég játa að ég hef ánetjast þeirri hugmynd að Evrópuþjóðir eigi samleið. Ég játa að ég hef ánetjast og er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að Evrópusambandið sé í heildina tekið afl til framfara og til þess fallið að stuðla að friði og mannréttindum í heiminum. Það er ekki gallalaust frekar en önnur…


- Lesa meira

Ísland í EES: Þátttaka án áhrifa 10.04.11

MaxConrad

Sá lýðræðishalli sem felst í EES samningur er meðal þess sem Maximillian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla Íslands, ræðir um í ágætu viðtali við Klemens Ólaf Þrastarson sem birtist í Fréttablaðinu um helgina. Hann segir þar að afstaða Íslendinga til Evrópusambandsins séu á margan hátt athyglisverð; margir vilji taka þátt í Evrópusamvinnunni en ekki…


- Lesa meira

Aðild að ESB snýst um langtímahagsmuni 29.03.11

1.2024177TS1276503736164_slot100slotWide75ArticleFull

Carl B. Hamilton, formaður Evrópunefndar sænska þingsins, segir í viðtali við Fréttablaðið að Íslendingar eigi að líta á aðild að ESB með framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í huga. Hamilton sat í saminganefnd Svía á sínum tíma og fullyrðir að aðstaða Íslands yrði mun betri innan en utan ESB. Hann segir EES-samninginn afar vafasamann hafi fólk áhyggjur af…


- Lesa meira

Aðild klárlega betri en EES 14.11.10

Carl Bildt

„Gallinn við EES er að aðilar þess hanga á samning sem þeir hafa engin áhrif á. Maður er aðili að efnahagssamvinnunni en hefur engin áhrif á hana. Þarna er því óþægilegur halli á lýðræðinu.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur, tíðindakonu Ríkisútvarpsins í Bretlandi, við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar….


- Lesa meira

Árskýrsla um framvindu aðildarviðræðna 09.11.10

Timo Summa

Framkvæmdastjórn ESB birtir í dag ársskýrslu sína um framvindu aðildarviðræðna við Ísland. Fréttablaðið er með viðtal við finnska sendiherra Evrópusambandsins í tilefni útkomu hennar. Á meðan á aðildarviðræðunum stendur mun framkvæmdastjórninn birta árlega skýrslu um framvindu þeirra.  Sendiherrann á ekki vona á miklum tíðundum í skýrslunni, þar sem ferlið hafi gengið áfallalaust fyrir sig eins…


- Lesa meira

Íslenska stjarnan 01.02.10

Evropufani

Stöðu Íslands sem aðila að evrópska efnahagssvæðinu má lýsa með eftirfarandi dæmisögu: Þegar íslensku sendifulltrúarnir sömdu við Brussel síðast vildu þeir að á fána Evrópusambandsins væri sérstök íslensk stjarna og gerðu þeir kröfu um að hún yrði öðruvísi á litinn en hinar stjörnurnar. Samningamenn ESB áttu von á slíkri ósk og sögðum að þetta væri auðsótt mál, svo framarlega sem…


- Lesa meira