Gróðrarstía mismununar 04.04.16

Atburðarás síðustu daga hefur afhjúpað með skýrum og átakanlegum hætti eina skuggahlið þess að ríghalda í örmyntina íslensku krónuna.

Krónan okkar stenst illa og alls ekki á köflum þrjú meginskilyrði þess sem alvörugjaldmiðill þarf að uppfylla sem er að vera mælieining og geymsla verðmæta, auk þess gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Þessi vankantar leiða til þess að þeir sem geta skjóta sér undan krónunni sem best þeir geta og leita til annarra mynta sem uppfylla betur þessi skilyrði. Það er þó ekki endilega samasem merki á milli þess og að vilja leyna eignum eða víkja sér undan skatti þó það fari vissulega oft saman, því miður.

Þessir ágallar krónunnar eru, voru og verða ávallt uppspretta og gróðarstía fyrir mismunun, óréttlæti og spillingu. Til viðbótar bjaga þeir starfsskilyrði atvinnulífsins og valda því að gengi krónunnar ræður meiru um afkomu en eiginlegur rekstur. Það getur ekki verið eðlilegt ástand.

Traust og trú á því að allir sitji við sama borð og innviðir séu í lagi er forsenda þess að nokkur leið verði til að ná þokkalegri sátt um leikreglur samfélagsins – krónan getur aldrei verið hluti af þeirri mynd.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

„Nógu oft og nógur lengi“ 12.10.14

thorsteinn_Palsson1

Við notum afur á móti mynt sem ekki er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum og fer eins og korktappi af hæsta öldufaldi niður í lægsta öldudal óaflátanlega nema þegar hún er í höftum.- Lesa meira

Öfugsnúin aukaaðild 09.10.14

jonasolveig_litil

Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB.- Lesa meira

Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið 23.11.13

svana-h

Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar.- Lesa meira

Hugmyndafræði á haus 30.03.13

Thorsteinn_Palsson

„Evrópusamstarfið byggir fyrst og fremst á þeirri hugsun að athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja yfir landamæri og út fyrir landsteina auki hagvöxt og velferð“ segir Þorsteinn Pálsson í grein sinni í Fréttablaðinu.- Lesa meira

Árni Páll: Ekki eingöngu fiskur og landbúnaður 27.08.12

Um sjötíu manns sátu hádegisfund Sterkara Íslands um stöðu aðildarviðræðnanna við ESB þar sem Árni Páll Árnason hélt erindi og svaraði að þvíi loknu fyrirspurnum fundarmanna.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði á fjölmennum hádegisfundi hjá Sterkara Íslandi í dag,  að krefjist Vinstri grænir þess að viðræðum við Evrópusambandið verði slitið og umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka þýddi það að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði tafarlaust til alþingiskosninga. “En auðvitað er eðlilegt…


- Lesa meira

Spurt og svarað um reiknivélina 23.05.12

Ask questions

Húsnæðislánareiknivélin okkar á http://lan.jaisland.is/hefur vakið mikla athygli og eðlilega spyr fólk sig hvort það geti staðist að það sé svona mikill munur á kjörum á Íslandi og í Evruríkjunum.
Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur og stjórnarmaður hjá Já Ísland, hefur tekið að sér að svara nokkrum spurningum sem hafa komið upp í tengslum við reiknivélina í umræðunni síðustu daga.- Lesa meira

Spjallað um evru í Klinkinu á Stöð 2 08.04.12

fridrik_klink

Friðrik Már Baldursson prófessor við hagfræðideild Háskólans í Reykjavík var gestur Þorbjarnar Þórðarsonar í Klinkinu þann 5. apríl s.l.
Spjall þeirra er fróðlegt og skoðanir Friðrikis Más athyglisverðar. Rætt er um gjaldmiðilsvanda Íslands, mögulegar lausnir, ekki síst evruna og krónuna.- Lesa meira

Krónulaust Ísland eftir 5 ár 20.02.12

brotisturvidjumISK22

Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir fjallar um leiðina að upptöku evrunnar og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, veltir því fyrir sér hvað krónan kostar íslensk heimili – fróðlegur fundur þann 23. febrúar kl. 20.- Lesa meira

Á fullri ferð til helvítis – eða tveggja hraða ESB? 16.01.12

arni

Í grein dagsins sem Árni Snævarr ritar frá Brussel, veltir hann því fyrir sér, eins og þungaviktarmenn í Brussel, hvort Evrópusamabandið sé á leið til helvítis, og þá hugmynd  til þess að bjarga Evrunni sem kallast „tveggja hraða Evrópa“, og bók Jean-Claude Piris, um þá hugmynd. Hér að neðan má lesa greinina. Er Evrópusambandið á…


- Lesa meira