Lýðræði í ESB 08.11.13

gpetur

G. Pétur Matthíasson ritar grein í Fréttablaðið þann 7. nóvember 2013 í tilefni af ummælum utanríkisráðherra um miðstýringu í Evrópusambandinu og að Ísland vildi auka samskiptin við Kína. Greinin er birt hér í heild sinni.

Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloomberg að í Evrópusambandinu ætti sér stað aukin miðstýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til embættismanna.

Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sáttmálum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niðurnegld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildarlandanna. Sama á við um ráðherraráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna.

Á næsta ári verður 751 lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Evrópuþinginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum.

Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarlandanna, þannig að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin sé í eðli sínu samkunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarlandanna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýðræðislega kosnir til þessara verka.

Enginn lýðræðishalli

Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrirbæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB.

Vilji menn ganga lýðræðisbrautina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er einfaldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu.

Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði.

Það er ómögulegt að sjá miðstýringu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna.

Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eldgamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verður hann að afla sér haldbetri upplýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert.

Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína.

Greinin í Fréttablaðinu.

Frumkvæði Evrópubúa 08.04.11

MaxConrad

„The European Citizen’s Initiative“ er heitið á fyrirlestri sem Max Conrad, lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands heldur í fundaröð inni 29. apríl kl. 12.00.- Lesa meira

ESB þróar beint lýðræði 10.03.11

P-00134500-04

Í upphafi næsta árs verður almenningi gefinn kostur á að setja mál á dagskrá Evrópuþingsins með söfnun undirskrifta. Skilyrðið er þó að viðkomandi málefni sé á valdsviði Evrópusambandsins. Markmið þess að stuðla að auknu lýðræði og opna fyrir aðkomu almennings að löggjöf sambandsins.- Lesa meira

Kjósa Evrópuþingmenn eftir þjóðerni eða stjórnmálaskoðunum? 07.03.11

P-01455600-05

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, segir átta stjórnmálahópa starfa á þinginu. Stærstur þeirra er flokkur kristilegra demókrata og næst á eftir er flokkur sósíaldemókrata. Á heildina litið endurspegla skoðanir þingmanna allt litróf viðhorfa til Evrópusamrunans, allt frá þeim sem vilja að ESB þróist í átt að sambandsríki og til efasemdamanna um nána evrópska samvinnu.- Lesa meira

Áhrif þingmanna smáríkja á Evrópuþinginu 25.02.11

dina_wallis_1

Áhrif Evrópuþingsins hafa styrkts með tilkomu Lissabon sáttmálans. Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, ræðir hvaða áhrif þessar breytingar hafa á stöðu smáríkja á fundi hjá Alþjóðamálstofnun HÍ.- Lesa meira

Hvar liggur valdið hjá ESB? 19.02.11

Undirskrift Romarsattmalans

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar halda því gjarnan fram að ESB sé ólýðræðisleg stofnun og í raun séu öll völdin í höndum embættismanna í Brussell, ekki síst framkvæmdastjórnarinnar. En hvar liggur valdið hjá ESB? Á því leikur enginn vafi. Ráðherraráð og þing ESB taka allar endanlegar ákvarðanir um ný lög og reglur sambandsins.- Lesa meira

Skilningur á sjávarútvegsmálum 17.01.11

Skip við bryggju

Evrópuþingmenn höfðu fullan skilning á sérstöðu Íslands á opnum fundi utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, sem fjallaði um aðildarferli Íslands í gær. Baldur Þórhallson, prófessor, ávarpaði fundinn sem er liður í stefnumótun þingsins um aðildarviðræður Íslands. Þingmenn hafa fullan skilning á neikvæðri afstöðu almennings gagnvart ESB aðild og vilja koma til móts við kröfur Íslendinga.- Lesa meira

Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og ESB stofnuð 05.10.10

Sameiginleg þingmannanefnd ESB og Íslands

Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins fær það hlutverk að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu. Nefndin verður stofnum formlega 5. október 2010 í Þjóðmenningarhúsinu.- Lesa meira

Heimsókn Christians Dan Preda 26.05.10

Christian Dan Preda

Christian Dan Preda taldi af og frá að Ísland þyrfti að óttast áhrifaleysi og það gæfi alls ekki rétta mynd af áhrifum að horfa einungis til þingmannafjölda hvers í ríkis. Í fyrsta lagi starfaði Evrópuþingið fyrst og fremst eftir pólitísku litrófi óháð því hvaðan þingmenn kæmu. Í öðru lagi væri ávallt reynt að leita eins breiðrar samstöðu og unnt væri og taka tillit til sjónarmiða.- Lesa meira

Diana Wallis kíkir í kaffi 16.02.10

diana-wallis

Diana Wallis Góðir félagar, Diana Wallis þingmaður á Evrópuþinginu og einn af varaforsetum þess heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar á fimmtudaginn og ætlar svo að kíkja á okkur kl 15:00.- Lesa meira