Kröftugur aðalfundur 05.09.14

Já Ísland hélt aðalfund 4. september. Hann var mjög vel sóttur.

Ný stjórn var kosin og skipa hana þau:

Jón Steindór Valdimarsson, formaður

Andrés Pétursson
Ásdís J. Rafnar
Benedikt Jóhannesson
Daði Rafnsson
Einar Pétur Heiðarsson
Lilja Björk Jónsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
Valdimar Birgisson

Þá var valið fjölmennt framkvæmdaráð og má sjá skipan þess hér.

Á fundinum fluttu þau Jóna Sólveig Elínardóttir og Ásgeir Brynjar Torfason stutt erindi.

IMG_1517

Jóna Sólveig er alþjóðastjórmálafræðingur. Hún kallaði erindi sitt Sjálfhelda í Evrópumálum? Hún fjallaði um stöðu Íslands sem EES-ríkis og getu þess til að ástunda skilvirka hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi.

IMG_1524

Ásgeir Brynjar er lektor við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla fyrr á þessu ári. Hann kallaði erindi sitt Peningarnir og Evrópusambandið og beindi sjónum að peningalegum hagsmunum Íslands í sambandi við Evrópusambandið, Evruna og Evrópska seðlabankann.

Góður rómur var gerður að erindunum báðum og spunnust um þau fjörugar umræður.

Fjallað var um nýja könnun frá Gallup sem sýnir að þeim sem styðja aðild að ESB fjölgar jafnt og þétt. Nú skilja aðeins um 10% fylkingarnar að og hefur munurinn ekki verið minni um árabil. Sjá nánar um könnunina hér.

Á fundinum  var val Evrópusamtakanna á Evrópumanni ársins kynnt af Andrési Péturssyni. Fyrir valinu varð að þessu sinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri. Hann hefur um árabil fjallað um Evrópumálin í ræðu og riti og þannig lagt mikið af mörkum til umræðunnar. Fundarmenn fögnuðu valinu með dynjandi lófataki.

Anna Margrét Guðjónsdóttir Evrópumaður ársins 06.05.11

anna-margret

Anna Margét Guðjónsdóttir, varaþingmaður, var kosinn Evrópumaður ársins 2010 á aðalfundi Evrópusamtakanna. Anna Margrét var áberandi í Evrópuumræðunni  í fyrra og sýndi að hún er mikil hugsjónamanneskja sem hefur mikla þekkingu á málaflokknum. Hún er hvergi smeyk við að tjá skoðanir sínar og sýndi það á árinu að hún getur tekist á við miklar áskoranir á…


- Lesa meira

Andrea Pappin gestur Evrópusamtakanna 04.05.11

andrea_pappin_220

Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 20.00 í Skipholti 50a. Gestur fundarins er Andrea Pappin, framkvæmdarstjóri írsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um stöðuna á Írlandi og í Evrópu og framtíðarhorfur.- Lesa meira