Frábær og fjölmennur kvennafundur 24.06.11

Ríflega sjötíu konur mættu á fundinn

Á þriðjudaginn  síðasta var haldinn fyrsti kvennafundur Já Ísland hreyfingarinnar og var umræðuefnið ESB og neytendamál. Ræðukona kvöldsins var Brynhildur Pétursdóttir sem hélt fyrirlestur um allt frá transfitusýrum, merkingu á matvælum til vaxtastigs í Evrópu.

Þrátt fyrir blíðskapaveður og að það sé langt komið inn í sumarið fjölmenntu konur á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá öll nýju andlitin. Örræður héldu Hildur Dungal, Guðrún Pétursdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Sigurlaug Anna. Fundastjóri var Guðrún Ögmundsdóttir.

Guðrún Pétursdóttir flutti skemmtilega örræðu

Fundurinn var bæði fræðandi og einstaklega skemmtilegur og voru konur sammála um að fjölga þyrfti kvennafundum í náinni framtíð. Þá hafa borist fjölmargar óskir um að sambærilegir fundir verði haldnir víða um land og verður auðvitað reynt að verða við þeim óskum.

Jórunn Frímannsdóttir flutti kraftmikla örræðu

Hvað ertu að kaupa kona? 18.06.11

konur-kaupa

Þriðjudaginn 21. júni er fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!- Lesa meira

Matarverð mun lækka 22.03.11

augl_2_72pix_220

Holl og fjölbreytt matvara á hagstæðu verði er eitt stærsta hagsmunamál almennings. Matvælaverð lækkar við inngöngu í Evrópusambandið. Afnám tolla á landbúnaðarvörum leiðir til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði.- Lesa meira

Hagsmunir heimilanna 28.02.11

brynhildur_petursdottir_220

Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ og Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna og ritstjóri Neytendablaðsins. Þær ætla að fjalla um hagsmuni heimilanna í tengslum við aðild að Evrópusambandinu. Hvað þýðir aðild fyrir heimilshaldið? Hækkar eða lækkar rekstrarkostnaðurinn, hvað með matarverð, vexti, verðtrygginu og vöruúrval o.s.frv. Þær Henný og Brynhildur munu eflaust velta upp þessum spurningum og fleirum…


- Lesa meira

Ekki hugsað um almenning 25.02.11

margret_gudmundsdottir

Af hverju ætlar enginn að tala máli almennings á Íslandi? Svo spyr Margrét Guðmundsdóttir í viðtali á vefnum Þjóð. Hér sé oft verið að tala um að Írar séu í miklum vanda og því víti til varnaðar. Þá gleymist oftast að nefna að almenningur þar í landi hefur ekki orðið fyrir neinum viðlíka skakkaföllum og sá íslenski.- Lesa meira

Kvennabaráttan og ESB 20.02.11

Snaeros_Sindradottir

ESB: Tækifæri eða ógn fyrir kvennabaráttuna? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og Snærós Sindradóttir, námsmaður og formaður Ungra vinstri-grænna velta þessu fyrir sér á Kaffi Sólon í hádeginu 8. mars.- Lesa meira

Tækifæri barna í ESB 08.02.11

asgeir

Næsti hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar verður haldinn næstkomandi þriðjudag 8. febrúar og er umræðuefnið „Hvaða tækifæri felast í ESB aðild fyrir börn?“ Frummælendur eru þeir Ásgeir Beinteinsson skólastjóri og Eystein Eyjólfsson upplýsingafulltrúi.- Lesa meira

Viltu 30% launahækkun – til frambúðar 23.12.10

Guðmundur Gunnarsson

Skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni er um 30 milljónir króna umfram það sem gerist annarsstaðar á Norðurlöndunum – segir Guðmundur Gunnarsson.- Lesa meira

Bætt aðgengi fatlaðra um Evrópu 16.11.10

Logsuða í hjólastól

Um 80 milljónir evrópskra borgara sem sem eiga við einhverja fötlun að stríða eiga ekki að tapa réttindum sínum við að flytja innan ESB-ríkjanna eða ferðast á milli þeirra, samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnar ESB um að koma á samevrópskum lögum um réttindi fatlaðra. Markmiðið er að tryggja aukna þátttöku fatlaðra í samfélaginu, m.a. með því að…


- Lesa meira

Þú ert að niðurgreiða krónuna 07.09.10

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

„Væri nú ekki gaman að geta borgað bara einu sinni fyrir fasteignirnar okkar, geta verslað í matinn án þess að þurfa að telja hverja verðlausu krónuna“ … skrifar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.- Lesa meira