Skapandi greinar og Evrópusambandið – dansa þau tangó? 26.09.11

Fróðleikur á fimmtudegi:

Skapandi greinar og Evrópusambandið – dansa þau tangó?

Hilmar Sigurðsson, einn stofnandi og núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins CAOZ sem sérhæfir sig í tölvuleikjamyndagerð, heldur fyrirlestur á fundi Já Íslands um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir skapandi greinar.

Hilmar hefur að baki yfir 20 ára reynslu sem hönnunar- og framkvæmdastjóri í fyrirtækjum innan skapandi greina. Eftir nám í grafískri hönnun í Bandaríkjunum og í kjölfarið vinnu á auglýsingastofum í Reykjavík, stofnaði hann og stýrði eigin stofu í félagi við aðra í fimm ár. Árið 1995 söðlaði hann um og flutti til Mílanó á Ítalíu þar sem hann var hönnunarstjóri á alþjóðlegri auglýsingastofu í tvö ár. Leiðin lá þaðan til Kaupmannahafnar þar sem hann var einn stofnenda, hönnunar-og framkvæmdastjóri netfyrirtækis sem óx frá fjórum starfsmönnum í 120 á þeim rúmum þremur árum sem Hilmar vann hjá fyrirtækinu. Hilmar flutti aftur til Íslands til að leiða stofnun CAOZ í árslok 2000.

Fundastjóri fundarins er Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir sem er verkfræðingur að mennt en hún starfar sem framleiðandi hjá CCP og er einnig formaður félags tölvuleikjaframleiðenda.

Fundurinn hefst klukkan 20.00

Atburðurinn á Facebook.

Allir velkomnir!

Staðan í aðildarviðræðunum 16.04.11

StefanHaukur-220x170

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fer yfir stöðuna í viðræðunum við ESB. Rýnivinna er langt komin og nú hillir undir eiginlegar samningaviðræður.- Lesa meira

Fundaröð Já Ísland fer af stað 17.03.11

ja_island_220_170

Fundaröð okkar, Fróðleikur á fimmtudegi, er komin af stað. Röðin er liður í upplýsinga- og kynningaherferðinni Já Ísland sem hófst um miðjan febrúar. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hóf leikinn á því að fjalla um auðlindir en í kjölfarið fylgir Gylfi Magnússon sem mun ræða um gjaldmiðlamál. Annars er dagskráin næstu vikur svohljóðandi: 31….


- Lesa meira

Hagsmunir heimilanna 28.02.11

brynhildur_petursdottir_220

Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ og Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna og ritstjóri Neytendablaðsins. Þær ætla að fjalla um hagsmuni heimilanna í tengslum við aðild að Evrópusambandinu. Hvað þýðir aðild fyrir heimilshaldið? Hækkar eða lækkar rekstrarkostnaðurinn, hvað með matarverð, vexti, verðtrygginu og vöruúrval o.s.frv. Þær Henný og Brynhildur munu eflaust velta upp þessum spurningum og fleirum…


- Lesa meira

Staða þjóðríkisins og fullveldið 28.02.11

gudmundur_halfdanarson_220

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst fjalla um fullveldið og stöðu þjóðríkisins á fimmtudagsfundi hjá Já Ísland í þessari viku. Báðir hafa þeir rannsakað þessa þætti og fjallað um í ræðu og riti. Spurningar tengdar fullveldi og þjóðríkinu eru eðlilegar þegar rætt er…


- Lesa meira

Evran eða króna? Hvaða leiðir eru færar? 28.02.11

gylfi_magnusson_220

Flestir virðast sammála um að íslenska krónan sé ekki framtíðarmynt Íslands. Engu að síður verðum við að notast við hana þar til önnur lausn finnst. Þessum og mörgum fleiri álitamálum veltir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við HÍ fyrir sér í fyrirlestri í fundaröðinni: Fróðleikur á fimmtudegi. Gylfi munu meðal annars reyna að svara eftirfarandi…


- Lesa meira

Náttúruauðlindir og ESB 28.02.11

adalsteinn_leifsson_220

Hvað breytist í stjórn og yfirráðum náttúruauðlinda á Íslandi verði gengið í Evrópusambandið? Hvað með jarðvarmann, fallvötnin, olíuna ef hún finnst, og fiskinn? Missum við yfirráðin eða breytist lítið sem ekkert? Þessar og fleiri spurningar ræðir Aðalsteinn Leifsson í fundaröðinni Fróðleikur á fimmtudegi þann 17. mars- Lesa meira

Danir og Evrópusambandið 23.02.11

erik_boel

Erik Boel formaður dönsku Evrópuhreyfingarinnar verður með innlegg í fundaröðinni Fróðleikur á fimmtudegi í húsakynnum Já Íslands í Skipholti 24. febrúar kl. 17.00 og fjallar um Dani og ESB. Erik hefur verið hér á landi undanfarna daga og á morgun er gott tækifæri fyrir Evrópusinna til að hitta hann að máli.- Lesa meira