Fullveldisframsal án fyrirsvars 22.07.14

jonasolveig_litil

Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, birtir grein í Fréttablaðinu í dag, 22. júlí 2014.

„Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráðherrar og embættismenn geti beðið ESB, óformlega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hagsmunagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórnvöld boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norðmenn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að tilraunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk-íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis.

„Efld hagsmunagæsla“ – orðin tóm?
Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópusamstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta er óumflýjanleg staðreynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru teknar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópusambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið. 

Evrópustefnan
Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningjagrundvelli. Þetta er metnaðarfullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambandsins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarðanatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusambandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið.“

Sjá grein Jónu Sólveigar á visir.is.

Alþjóðasamningar grafa ekki undan fullveldi 20.08.13

dr-bjarni-mar-magnusson

Oft vill þó gleymast að í hugtakinu fullveldi felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum, segir Bjarni Már Magnússon doktor í lögum og sérfræðingur við lagadeild HR.- Lesa meira

Fullveldi 10.02.12

saemi

Í grein dagsins fjallar Sæmundur E. Þorsteinsson, fjarskiptafræðingur, um fullveldi, merkingu hugtaksins, mismunandi túlkun og notkun á hugtakinu fullveldi, og hverjir það eru í raun sem hafa fullveldi, og hvort það skerðist við inngöngu Íslands í ESB. Hér að neðan má lesa greinina. Ein meginröksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er sú að þeir telja…


- Lesa meira

,,Aðeins með þátttöku getið þið haft áhrif“ 30.08.11

Forseti Liháen

Rök Litháa voru að þetta snérist um raunverulegt sjálfstæði landsins bæði efnahagslegt og stjórnmálalegu – enn þyrftu Litháar óhjákvæmilega að reiða sig á nágranna sína í austri. Í því sambandi sé kúgunar aðferðum breytt. Hún sagði að því hefðu Litháar vilja pólitískt-, efnahagslegt- og félagslegt öryggi sem í aðild fælist.- Lesa meira

Aðild að ESB snýst um langtímahagsmuni 29.03.11

1.2024177TS1276503736164_slot100slotWide75ArticleFull

Carl B. Hamilton, formaður Evrópunefndar sænska þingsins, segir í viðtali við Fréttablaðið að Íslendingar eigi að líta á aðild að ESB með framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í huga. Hamilton sat í saminganefnd Svía á sínum tíma og fullyrðir að aðstaða Íslands yrði mun betri innan en utan ESB. Hann segir EES-samninginn afar vafasamann hafi fólk áhyggjur af…


- Lesa meira

ESB fyrst og fremst bandalag friðar og frelsis 06.03.11

Uffe-Ellemann-Jensen

„Ég vona að vinir mínir á Íslandi taki umræðuna um sjálfstæði, og víkist ekki undan því, og reyni að sjá hvað skiptir máli; hvað tapast og hver ávinningurinn er,“ segir Uffe Ellemann-Jensen. „Kannski fæst meira út úr því að vera í samstarfi og gangast undir lög og reglur samstarfsins heldur en að standa fyrir utan og vera þá kanski einn og yfirgefinn þegar syrtir í álinn.“- Lesa meira

Staða þjóðríkisins og fullveldið 28.02.11

gudmundur_halfdanarson_220

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst fjalla um fullveldið og stöðu þjóðríkisins á fimmtudagsfundi hjá Já Ísland í þessari viku. Báðir hafa þeir rannsakað þessa þætti og fjallað um í ræðu og riti. Spurningar tengdar fullveldi og þjóðríkinu eru eðlilegar þegar rætt er…


- Lesa meira

Hvar liggur valdið hjá ESB? 19.02.11

Undirskrift Romarsattmalans

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar halda því gjarnan fram að ESB sé ólýðræðisleg stofnun og í raun séu öll völdin í höndum embættismanna í Brussell, ekki síst framkvæmdastjórnarinnar. En hvar liggur valdið hjá ESB? Á því leikur enginn vafi. Ráðherraráð og þing ESB taka allar endanlegar ákvarðanir um ný lög og reglur sambandsins.- Lesa meira

ESB græðir lítið á Íslandi 07.02.11

Jean-Claude Piris

Jean-Claude Piris fyrrverandi ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðisviðs þess er í viðtali við Fréttablaðið 29. janúar. Hann segir frá því í viðtalinu að ESB græði lítið á því að Ísland verði þar aðildarþjóð. Telur hann að Íslendingar muni njóta ávaxta af slíkri aðild en að hún sé ekki nein guðsgjöf fyrir ESB og að…


- Lesa meira