Gróðrarstía mismununar 04.04.16

Atburðarás síðustu daga hefur afhjúpað með skýrum og átakanlegum hætti eina skuggahlið þess að ríghalda í örmyntina íslensku krónuna.

Krónan okkar stenst illa og alls ekki á köflum þrjú meginskilyrði þess sem alvörugjaldmiðill þarf að uppfylla sem er að vera mælieining og geymsla verðmæta, auk þess gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Þessi vankantar leiða til þess að þeir sem geta skjóta sér undan krónunni sem best þeir geta og leita til annarra mynta sem uppfylla betur þessi skilyrði. Það er þó ekki endilega samasem merki á milli þess og að vilja leyna eignum eða víkja sér undan skatti þó það fari vissulega oft saman, því miður.

Þessir ágallar krónunnar eru, voru og verða ávallt uppspretta og gróðarstía fyrir mismunun, óréttlæti og spillingu. Til viðbótar bjaga þeir starfsskilyrði atvinnulífsins og valda því að gengi krónunnar ræður meiru um afkomu en eiginlegur rekstur. Það getur ekki verið eðlilegt ástand.

Traust og trú á því að allir sitji við sama borð og innviðir séu í lagi er forsenda þess að nokkur leið verði til að ná þokkalegri sátt um leikreglur samfélagsins – krónan getur aldrei verið hluti af þeirri mynd.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

Grikkir – leiksoppar eða gæfusmiðir 14.10.15

greece_flag_eu

Grikkland hefur átt við mikinn vanda að etja. Sitt sýnist hverjum um orsakir, afleiðingar og viðbrögð. Gríski vandinn er ekki bara viðfangsefni Grikkja sjálfra heldur alls Evrópusambandsins.- Lesa meira

„Nógu oft og nógur lengi“ 12.10.14

thorsteinn_Palsson1

Við notum afur á móti mynt sem ekki er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum og fer eins og korktappi af hæsta öldufaldi niður í lægsta öldudal óaflátanlega nema þegar hún er í höftum.- Lesa meira

Öfugsnúin aukaaðild 09.10.14

jonasolveig_litil

Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB.- Lesa meira

Kröftugur aðalfundur 05.09.14

malid1

Já Ísland hóf nýtt starfsár af krafti, valdi sér stjórn og framkvæmdaráð. Það blæs byr í seglin um þessar mundir.- Lesa meira

Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið 23.11.13

svana-h

Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar.- Lesa meira

Spjallað um evru í Klinkinu á Stöð 2 08.04.12

fridrik_klink

Friðrik Már Baldursson prófessor við hagfræðideild Háskólans í Reykjavík var gestur Þorbjarnar Þórðarsonar í Klinkinu þann 5. apríl s.l.
Spjall þeirra er fróðlegt og skoðanir Friðrikis Más athyglisverðar. Rætt er um gjaldmiðilsvanda Íslands, mögulegar lausnir, ekki síst evruna og krónuna.- Lesa meira

Krónulaust Ísland eftir 5 ár 20.02.12

brotisturvidjumISK22

Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir fjallar um leiðina að upptöku evrunnar og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, veltir því fyrir sér hvað krónan kostar íslensk heimili – fróðlegur fundur þann 23. febrúar kl. 20.- Lesa meira

Langtímalausnir og enga afréttara 16.02.12

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Bryndís Ísfold framkvæmdarstjóri Já Ísland skrifaði grein á bloggsíðu sína í gær um samhengi frétta síðustu viku í tengslum við krónuna og evruna.   Maður út í bæ er með fyrirtæki, hann gerir alltaf áætlanir og þrátt fyrir það , græddi hann í fyrra en tapaði í ár þó svo það hafi verið vöxtur hjá…


- Lesa meira

Kostnaðurinn við krónuna 13.12.11

olisteph

Í Fréttablaðinu í dag, þann 13. desember, birtist grein eftir Ólaf Stephensen, ritstjóra blaðsins. Í greininni fjallar Ólafur um greinar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ og Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings, sem hann telur „afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál“ sem birtust í Fréttablaðinu síðustu tvær helgar. Í grein Ólafs segir meðal…


- Lesa meira