Ísland – 3 / Noregur 30 08.08.14

jonasolveig_litil

Enn skrifar Jóna Sólveig Elínardóttir athyglisverða grein um Evrópumálin í Fréttablaðið.

„Evrópustefna íslenskra stjórnvalda leggur ofuráherslu á aukin áhrif á mótun evrópsk-íslenskrar löggjafar á grundvelli EES. Stefnan gengur hins vegar ekki upp.

Hávær krafa stjórnarliða um niðurskurð í utanríkisþjónustunni gengur þvert gegn Evrópustefnuni. Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES löggjöf.

Þar stöndum við okkur verst EES ríkjanna, svo illa raunar að miklu munar á okkur og Norðmönnum sem fylgja í kjölfarið. Vandamálið kristallast í alltof reglulegum kvörtunum frá eftirlitsstofnun EFTA en auk þess enda málin of oft í mannaflsfrekum og rándýrum málaferlum fyrir EFTA dómstólnum. Þetta er grafalvarlegt fyrir íslenska ríkisborgara og fyrirtæki sem búa ekki við sambærilega löggjöf og ríkisborgarar hinna EES ríkjanna auk þess sem þetta er mjög kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur.

Starfsmenn sendiráðs Íslands í Brussel eru alls 15, þ.m.t. bílstjóri, þrír móttökuritarar auk bókhaldara sem hafa enga aðkomu að framkvæmd EES-samningsins. Einungis þrír starfsmenn sendiráðsins eru fulltrúar íslenskra fagráðuneyta. Til samanburðar starfa rúmlega 50 manns í sendiráði Noregs í Brussel en þar af starfa um 30 í EES tengdum málum. Þetta skiptir máli þegar við ræðum EES-samninginn því þótt við séum fámennari en Norðmenn lútum við sömu EES löggjöf, óháð stærð þjóðanna.

Sendiráðið í Brussel gegnir lykilhlutverki í rekstri EES og allri hagsmunagæslu íslenskra stjórnvalda á Evrópuvettvangi. Ef hvert íslenskt fagráðuneyti ætti að hafa að lágmarki einn fulltrúa í sendiráðinu væru þeir a.m.k. átta. Í dag eru hins vegar aðeins fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og fjármálaráðuneytinu, en þeirra málaflokkar ná ekki yfir nærri því allt svið EES samningsins. 

Stjórnvöld eru í sjálfheldu í Evrópumálum. Sá mannafli sem á að vinna að því að auka áhrif okkar á íslensk-evrópska löggjöf, er fastur í vinnu við úrbætur á alvarlegum innleiðingarhalla Íslands. Þá eru engar vísbendingar um eflingu utanríkisþjónustunnar í samræmi við ríka áherslu stjórnvalda á aukið vægi EES í hagsmunagæslu landsins.

En er einhver leið útúr þessum ógöngum? Jú, stjórnvöld gætu sýnt vilja í verki með því að styrkja utanríkisþjónustuna í stað þess að veikja hana. Aðeins þannig er hægt að taka sannfærandi atrennu að þeim metnaðarfullu markmiðum sem Evrópustefna íslenskra stjórnvalda leggur upp með og aðeins þannig getum við kannað til hlítar hvort að efld hagsmunagæsla á grundvelli EES skilar fullnægjandi árangri fyrir Ísland.“

Greinin á visir.is

Skeinuhættir stjórnmálamenn 15.01.13

jonsteindor_mynd

Ágæti aðildar að ESB er ekki háð víðtækum undanþágum frá hinu og þessu. Hagsmunir okkar og framtíð geta aldrei ráðist af þröngum sérhagsmunum eða ítrustu kröfum háværra gæslumanna þeirra. Almenningur á ekki að súpa seyðið af þeim með lakari lífskjörum. – segir Jón Steindór formaður Já Ísland, m.a. í grein sinni í Fréttablaðinu í dag.- Lesa meira

Byggðastefna Evrópusambandsins: Tækifæri fyrir byggðalög 17.02.12

vally

Í grein dagsins fjallar Valborg Warén, stjórnmálafræðingur, um byggðastefnu Evrópusambandsins, hvernig hún virkar og hvernig hún kæmi sér fyrir íslenskar byggðir, gangi Ísland í Evrópusambandið. Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan. Umræðan um Evrópusambandið hefur að miklu leyti snúist um áhrif inngöngu á landbúnaðinn, sjávarútveginn og stöðu fullveldis hér á landi. Hinsvegar…


- Lesa meira

Fullveldi 10.02.12

saemi

Í grein dagsins fjallar Sæmundur E. Þorsteinsson, fjarskiptafræðingur, um fullveldi, merkingu hugtaksins, mismunandi túlkun og notkun á hugtakinu fullveldi, og hverjir það eru í raun sem hafa fullveldi, og hvort það skerðist við inngöngu Íslands í ESB. Hér að neðan má lesa greinina. Ein meginröksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er sú að þeir telja…


- Lesa meira

Aukið lýðræði fyrir evrópska borgara 08.02.12

Freyk

Í grein dagsins fjallar Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðinemi og varaformaður Ungra Evrópusinna, um hið nýja Borgarafrumkvæði Evrópu, sem sett var á laggirnar af Evrópusambandinu til þess að auka þátttökulýðræði borgara Evrópusambandsins. Greinina má lesa hér að neðan. Allt frá stofnun Evrópusambandsins hefur verið rætt um hinn svokallaða lýðræðishalla innan sambandsins. Evrópusambandið er valdamikil stofnun og til…


- Lesa meira

Nokkrar ástæður fyrir því að ganga í ESB 03.02.12

Leifur Björnsson

Í grein dagsins fjallar Leifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaður, um það hvers vegna ESB er betra fyrir alla, sama hvar þeir eru staddir á lífsleiðinni. Greinina má lesa hér fyrir neðan. Fyrir unga fólkið er það grundvallaratriði að lækka hér á landi fjámagnskostnað.  Það er ljóst að göngum við ekki í ESB gætum við setið upp…


- Lesa meira

Útbrunnin umræðuhefð 26.01.12

Ásdís í lit

Í Fréttablaðinu í dag, þann 26. janúar, birtist grein eftir Ásdísi J. Rafnar, hæstaréttarlögmann, þar sem hún fjallar meðal annars um íslenska samskiptahefð, félagslegan auð, Evrópusambandsaðild og framtíð þjóðarinnar. Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni. Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála…


- Lesa meira

Lífið er sannleikur 26.01.12

Árni Björn mynd

Í grein dagsins fjallar Árni Björn, húsgagnasmíðameistari, um það hvernig við förum með jörðina okkar, framtíðarsýn og tilraunir Evrópusambandsins til þess að búa okkur betri framtíðarsýn. Greinina má lesa hér fyrir neðan. Við búum hérna á jörðinni okkar sem er agnarlítill depill í geimnum. Svo lítill að að við erum ekki millimetri í þessum stærðarhlutföllum….


- Lesa meira

Hugsjón sem er þess verð 23.01.12

gpetur

Í grein dagsins fjallar G. Pétur Matthíasson, áhugamaður um betri íslenska framtíð, um áhyggjur og staðreyndir í umræðu um aðild Íslands að ESB, sem og hvers vegna hann telur aðild vera betri fyrir framtíð Íslands. Greinina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Með aðild að Evrópusambandinu má búast við að lífskjör hins almenna…


- Lesa meira