Jóla- pubquiz og Helga Möller á skemmtikvöldi evrópusinna 22.11.11

Á fimmtudaginn næsta þann 24. nóvember ætla Evrópusinnar að halda jólapubquiz á Kaffi Sólon 2. hæð – enda fyrsti í aðventu rétt handan við hornið. Spurningar eru um allt á milli jóla og Evrópu og er bjórkassi í vinning.

Ske-maðurinn frækni og þingmaðurinn óháði Guðmundur Steingrímsson verður spyrill.

Til að hita okkur upp fyrir jólin kemur hin eina sanna drottning jólalaganna Helga Möller og syngur fyrir okkur nokkur lög. Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Sem sagt, jólapubquiz, Helga Möller, jólabjór, piparkökur og evrópusinnar.

Getur hreinlega ekki klikkað.

Bjór á tilboði!

Allir Evrópusinnar velkomnir.

Sjáumst.

Nefndin

Upphitnun:

Upphaf viðræðna – hittingur á B5 24.06.11

karlinn3

Evrópusinnar ætla að koma saman á B5 í Reykjavík til að fagna upphafi formlegra samningaviðræðna við ESB mánudaginn 27. júní kl. 20:30. Full ástæða til að lyfta glasi og spjalla!- Lesa meira

Frábær og fjölmennur kvennafundur 24.06.11

Ríflega sjötíu konur mættu á fundinn

Á þriðjudaginn  síðasta var haldinn fyrsti kvennafundur Já Ísland hreyfingarinnar og var umræðuefnið ESB og neytendamál. Ræðukona kvöldsins var Brynhildur Pétursdóttir sem hélt fyrirlestur um allt frá transfitusýrum, merkingu á matvælum til vaxtastigs í Evrópu. Þrátt fyrir blíðskapaveður og að það sé langt komið inn í sumarið fjölmenntu konur á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að…


- Lesa meira

Hvað ertu að kaupa kona? 18.06.11

konur-kaupa

Þriðjudaginn 21. júni er fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!- Lesa meira

Framkvæmdaráð fundar 17.01.11

22nd-Mens-Handball-World-Championship

Framkvæmdaráð Sterkara Íslands kemur saman til fundar þriðjudagskvöldið 18. janúar kl. 19:30. Á fundinum verða lögð drög að starfi næstu mánaða. Í framkvæmdaráðinu eru 80 manns og eru ráðskonur og ráðsmenn hvött til þess að mæta vel. Fundinum lýkur um 20:30 þannig að það skaðar lítt handboltaáhugamenn sem vilja horfa á leik Ísland og Austurríkis…


- Lesa meira

Hittingur Evrópusinna í kvöld á B5 16.09.10

evropusinni_loa

Evrópuumræðan er skemmtileg. Þess vegna þurfum við líka að skemmta okkur. Þess vegna komum við saman til að spjalla, spá og spekúlera og sumir fá sér glas af öli eða víni.- Lesa meira

Fögnum upphafi aðildaviðræðna 24.06.10

evropusinni

 Sterkara Ísland – samtök Evrópusinna á Íslandi boða til fagnaðar á veitinga- og skemmtistaðnum B5 í Bankastræti 5 í Reykjavík á fimmtudaginn 24. júní í tilefni þess að nú hefur aðildarumsókn Íslands að ESB verið samþykkt. Fögnuðurinn hefst kl 21.00 og stendur fram eftir kvöldi. Við skorum á alla Evrópusinna að mæta og fagna saman….


- Lesa meira

Evrópusambandið og atvinnulífið 21.03.10

benedikt

Spurt var hve marga þingmenn Íslendingar fengju á Evrópuþinginu og hvort þjóðin yrði ekki augljóslega valdalaus. Benedikt taldi að þeir yrðu 5-6 eða rætt tæplega prósent. Íslendingar yrðu að ákveða til hvers þeir vildu ganga í Evrópusambandið. Ætluðu þeir að ná völdum í Evrópu, eða ganga í samtök þjóða sem þeir ættu samleið með?- Lesa meira

Fróðleikur á fimmtudegi. Ný fundaröð 20.03.10

Sterkara Ísland

STERKARA ÍSLAND – þjóð meðal þjóða hleypir nú af stokkunum fundaröðinni FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI.
Fundirnir verða í Skipholti 50a og hefjast allir kl. 17. Þeir eru ætlaðir félagsmönnum og öðrum áhugasömum um aðild Íslands að ESB.- Lesa meira

Sterkari saman 14.02.10

Sterkara Ísland

Spurningin um aðild Íslands að Evrópusamandinu er komin á dagskrá. Hún snýst um framtíðina og þá stefnu sem Íslendingar vilja taka þegar þeir móta eigin framtíð. Þett er sennilega eitt stærsta og mikilvægasta málið sem þjóðin þarf að taka ákvörðun um og niðurstaðan mun hafa langvinn áhrif.

Það geta allir sem skrá sig hér á vefinn skrifað greinar, athugasemdir og tjáð sig í málefnahópunum. Endilega takið þátt, spyrjið spurninga og deilið fróðleik.- Lesa meira