Vaxandi stuðningur við aðild 25.11.13

Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur vaxið undanfarin misseri. Það er þvert á boðskap ríkisstjórnarinnar sem telur aðild að ESB ekki til hagsbóta fyrir land og lýð.

Könnun Capacent Gallup fyrir Já Ísland var gerð dagana 7. – 19. nóvember 2013.
Spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?

Þeir sem segjast myndu örugglega eða sennilega greiða atkvæði með aðild eru tæp 42%, en þeir sem segjast örugglega eða sennilega greiða atkvæði á móti aðild eru rúm 58%.  (Það eru 16% sem taka ekki afstöðu). Niðurstaðan sýnir að ekki er orðið ýkja langt á milli fylkinga.

Hitt er þó ekki síður merkilegt að ef niðurstöðurnar eru bornar saman við nákvæmlega sams konar könnun sem gerð var í maí 2013, sama mánuði og ný ríkisstjórn tók við völdum, eða fyrir sex mánuðum kemur í ljós að andstæðingum aðildar hefur fækkað um 10 prósentustig úr 68,4% og fylgjendum að sama skapi um 10 prósentustig úr 31,6% í 41,7%.

gallup-11113

Þetta sýnir að ríkisstjórninni hefur ekki tekst að sannfæra landsmenn um að hún sé á réttri leið í Evrópumálum. Þvert á móti fjölgar þeim ört sem eru andvígir stefnu hennar. Þá liggur fyrir að talsverður meirihluti landsmanna vill að aðildarferlið verði klárað og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn fleiri, eða rúm 80%, vilja að þjóðaratkvæði verði haldið um hvort halda skuli áfram með aðildarviðræður eða ekki, t.d. með næstu sveitarstjórnarkosningum. Ríkisstjórnin lætur þetta sem vind um eyru þjóta – það er ekki skynsamlegt.

Allt ber hér að sama brunni. Ríkisstjórin er að missa tökin í Evrópumálum og gengur alls ekki í takt við þjóðarvilja um framhald málsins.

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent Gallup er stuðningur við ríkisstjórnina 46,5%

Könnunin í heild sinni.

50% landsmann vilja halda viðræðum við ESB áfram 29.01.12

Islandsk flag

Í kvöldfréttum á RÚV var greint frá því að samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vill helmingur landsmanna halda áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þá vilja 38% að viðræðum verði hætt. Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta…


- Lesa meira

42,7% hlynntir aðild – ný könnun 16.06.11

Islandske flagg

Í dag birtist á Mbl.is frétt um nýja könnun sem Capacent gerði fyrir andstæðinga aðildar að ESB. Könnunin mælir fylgi við aðild að ESB og er skemmtilegt að segja frá því í henni í ljós að þeir sem ætla að segja já við aðild að ESB fjölgar um tæp 4 prósentu stig og þeir sem…


- Lesa meira

Lítil breyting á Evrópustefnu flokkanna 25.03.11

Baldur Þórhallsson

Hefur efnahagshrunið á Íslandi breytt mati íslenskra stjórnmálaflokka á Evrópusambandsaðild? Þetta var ein þeirra lykilspurninga sem Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Christians Rebhan, doktorsnemi við HÍ og Humboldt-háskólann í Berlín glímdu við í nýlegri rannsókn. Niðurstöður hennar eru kynntar í hinu virta fræðitímariti Scandinavian Political Studies. Greinin ber yfirskriftina „Iceland‘s Economic Crash and Integration Takeoff:…


- Lesa meira

Hlynntum fjölgar – andvígum fækkar 10.03.11

si

Á liðnu ári hefur þeim sem eru andvígir aðild fækkað úr 60% í 50,5% en þeim sem eru hlynntir fjölgað úr 24,5% í 31,4%. Þá segjast 38,9% líka myndu segja já ef aðildin yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag fyrir ári voru 30,5% þeirrar skoðunar.- Lesa meira

Íslendingar jákvæðari í garð aðildar 23.02.11

eurobarometer

Ný könnun Eurobarometer sýnir að Íslendingar eru mun jákvæðari í garð aðildar að Evrópusambandinu í nóvember 2010 en í maí. Í þessari könnun var spurt hvort aðild að ESB yrði Íslandi til hagsbóta. Um 38% segja að aðild yrði til hagsbóta en 48% að hún yrði ekki til hagsbóta. Sambærilegar tölur frá maí 2010 voru 29% og 58%.- Lesa meira

Staðreyndavaktin – 76% Dana kampakátir í ESB 26.08.10

happydane

Skemmtilegt að segja frá því að Danir eru afar ánægðir með dvöl sína í ESB en 76% þeirra telja hag Dana vera betra vegna aðildar samkvæmt nýrri könnun Eurobarometer.  Ríflega helmingur aðspurðra Svía og Finna eru sama sinnis.  Við Íslendingar erum ekki sannfærð um að þetta sama muni gilda um okkur ef við göngum inn…


- Lesa meira