Fundur á Akureyri: Reynsla Svíþjóðar af Evrópusamvinnu 04.03.13

fanarOpinn fundur á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 6. mars, kl. 12:00-13:30.

Miðvikudaginn 6. mars mun Karl Erik Olsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra Svíþjóðar fjalla um reynslu Svía af landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og þátttöku í Evrópuþinginu. Olsson var landbúnaðarráðherra Svíþjóðar á meðan á aðildarviðræðum við ESB stóð, er bóndi og hefur auk þess fylgst náið með afleiðingum aðildar fyrir sænskan landbúnað.

Fundurinn er liður í fundaröð sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa standa að í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa og ber yfirskriftina Evrópusamvinna frá sjónarhóli Norðurlandanna. Fundirnir verða alls fimm talsins og fjallað verður um þau mál sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni.

Súpa og kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir.

Þýðir ekki að byggja dreifbýlisstefnu á matvælaframleiðslu 04.07.12

bjorn sig

  “Það þýðir ekki lengur að byggja upp dreifbýlisstefnu á matvælaframleiðslu,” segir dr. Björn Sigurbjörnsson, erfðafræðingur og fyrrverandi  forstjóri hjá Matvæla-  og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna og ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu í samtali um íslenskan landbúnað og Evrópusambandið. Hann segist vera hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, en því aðeins að góðir samningar náist í viðræðunum sem nú…


- Lesa meira

IPA styrkir– vannýtt tækifæri í byggða- og atvinnuþróun?Valdið fært til heimamanna 21.05.12

Laufskálarétt

Stuðningur við ríki sem sótt hefur um aðild og rótgróinn hluti af Evrópusambandinu. Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir að takast á við umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna ef til þess kemur.  Þetta eru kallaðir IPA-styrkir (Instrument for Pre-Accession Assistance) og þeim er skipt í fimm flokka:   Aðstoð við uppbyggingu stofnana…


- Lesa meira

Mun ESB-aðild verða banabiti íslensks landbúnaðar? 28.11.11

378744_10150413590749890_152804904889_8118722_1613635544_n

Þriðjudaginn 29. nóvember stendur Evrópuvakt Samfylkingarinnar fyrir hádegisfundi um Evrópusambandsaðild og íslenskan landbúnað. Frummælandi á fundinum er Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Fundurinn verður sem fyrr haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og…


- Lesa meira

Jón Bjarnason frestar gildistöku ESB reglugerðar um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum 05.09.11

Matur

Þann 1. september síðastliðinn átti að taka gildi hér á landi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri, en slík merking er skylda í öllum Evrópulöndum. Reglugerðin tók gildi árið 2003 í Evrópusambandinu og á að taka gildi í EES-ríkjunum sömuleiðis. Raunin varð þó önnur þar sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra…


- Lesa meira

Betra útsýni úr Hákoti en Gröf 22.08.11

pjetur-j-eiriksson

Pétur J. Eiríkisson birti grein í Morgunblaðinu þann 17. ágúst þar sem hann gerir að umtalsefni skrif Tómasar Inga Olrich um Ísland og Evrópusambandið. Tómas Ingi hefur gert að umtalsefni að Íslendingar hafi fátt fram að færa innan Evrópusambandsins og eigi því ekkert erindi þangað. Þessu mótmælir Pétur og telur fram ýmis rök fyrir því…


- Lesa meira

Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnað 22.03.11

eygló

Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og matvælaframleiðandi fjallar um lífrænan landbúnað og þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins. Í greininni segir hún m.a. frá aukinni eftirspurn neytenda eftir lífrænum afurðum og þeim aðgerðum sambandsins sem miða að því að auka hlutdeild lífrænt vottaðra afurða í matvælaframleiðslu.- Lesa meira

Erlendir dálkahöfundar spá í aðild Íslands 20.02.11

amanda_paul

Í löndum Evrópu reyna dálkahöfundar og aðrir sem fylgjast með þróun Evrópusambandsins að spá í líkurnar á því að Ísland gangi í sambandið. Amanda Paul, sem skrifar fyrir dagblaðið Zaman í Tyrklandi, veltir fyrir sér tvístígandi afstöðu Íslendinga til aðildar á sama tíma og Tyrkir keppa að aðild en komast ekki inn.- Lesa meira

Hvað getum við lært af Finnum? 29.01.11

Inga Dís Richter

„Hvað getur Ísland lært af reynslu Finna í byggðaþróun innan ESB?“ er titill á fyrirlestri sem Inga Dís Richter, MA í alþjóðasamskiptum frá HÍ, styrkþegi úr styrktarsjóði AMS og SI í Evrópufræðum, heldur í Háskóla Íslands 4. febrúar kl. 12.00.- Lesa meira