Gerræði ríkisstjórnar Íslands mótmælt 14.03.15

iceland-crowdJá Ísland fordæmir þá fádæma vanvirðingu sem ríkisstjórn Íslands sýnir þingi og þjóð með framgöngu sinni í Evrópumálum síðustu daga.

Fyrir síðust kosningar voru gefin skýr og afdráttarlaus loforð um aðkomu þjóðarinnar að málinu. Þau loforð hafa verið svikin.

Ríkisstjórnin gerði tilraun til þess að slíta umsóknarferli Íslands með þingsályktunartillögu fyrir ári síðan. Ekki tókst að koma þeirri tillögu í gegnum þingið og 53.555 Íslendingar kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins. Það eru rúm 20% kosningabærra Íslendinga.

Í stað þess að verða við kröfunni um þjóðaratkvæði og standa við eigin loforð var að nýju boðuð þingsályktunartillaga sem yrði lögð fyrir þing á þessum vetri. Það fullyrtu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Á þeim var enginn bilbugur.

Nú hefur komið í ljós að þessar yfirlýsingar voru fals eitt. Í stað þess að standa við þær var ákveðið að afhenda bréf. Bréf sem enginn vissi um nema ríkisstjórnin ein. Með þessu voru þingið og þjóðin blekkt með ósvífnum hætti. Ríkisstjórnin gerir með þessu tilraun til þess að fara á svig við eðlilegar leikreglur siðaðs samfélags – sem betur fer er tilraunin klámhögg sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar, forseti Alþingis og formaður utanríkismála­nefndar hafa hver sinn skilning á og Evrópusambandið skilur alls ekki.

Til þess að mótmæla þessu gerræði á kostnað lýðræðisins hvetur Já Ísland alla til þess koma saman á Austurvelli sunnudaginn 15. mars kl. 14.

Fullveldisframsal án fyrirsvars 22.07.14

jonasolveig_litil

Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.- Lesa meira

Bakkabræður í ríkisstjórn 25.05.14

Þórir Stephensen

Ég get ekki að því gert, að mér finnst sumt í gerðum núverandi ríkisstjórnar minna mig á baðstofubygginguna á Bakka. Einkum á það við um utanríkis- og fjármál.- Lesa meira

Undarlegt lýðræði 01.02.14

ari-trausti

„Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks“, skrifar Ari Trausti.- Lesa meira

Lýðræði í ESB 08.11.13

gpetur

Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði.- Lesa meira

Form ákvarðana um aðildarviðræður 01.09.13

þp

Utanríkisráðherra hefur nefnt þjóðaratkvæði um ímyndaðan aðildarsamning. Það er út í hött. Ákvörðunin á þessu stigi snýst aðeins um slit eða framhald viðræðna. Málamiðlunin gekk út á að Alþingi vísaði þeirri spurningu til þjóðarinnar.- Lesa meira

Aukið lýðræði fyrir evrópska borgara 08.02.12

Freyk

Í grein dagsins fjallar Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðinemi og varaformaður Ungra Evrópusinna, um hið nýja Borgarafrumkvæði Evrópu, sem sett var á laggirnar af Evrópusambandinu til þess að auka þátttökulýðræði borgara Evrópusambandsins. Greinina má lesa hér að neðan. Allt frá stofnun Evrópusambandsins hefur verið rætt um hinn svokallaða lýðræðishalla innan sambandsins. Evrópusambandið er valdamikil stofnun og til…


- Lesa meira

Að koma út úr ESB skápnum 30.11.11

vally

Í grein dagsins fjallar Valborg Ösp Á. Warén um það hvernig það sé að koma út úr ESB skápnum, hvers vegna hún sé evrópusinni og óskina um málefnalegri umræðu um Evrópusambandið. Greinina er hægt að lesa hér að neðan. Það liggur við að það sé erfiðara að játa fyrir sér og öðrum að maður sé…


- Lesa meira

,,Aðeins með þátttöku getið þið haft áhrif“ 30.08.11

Forseti Liháen

Rök Litháa voru að þetta snérist um raunverulegt sjálfstæði landsins bæði efnahagslegt og stjórnmálalegu – enn þyrftu Litháar óhjákvæmilega að reiða sig á nágranna sína í austri. Í því sambandi sé kúgunar aðferðum breytt. Hún sagði að því hefðu Litháar vilja pólitískt-, efnahagslegt- og félagslegt öryggi sem í aðild fælist.- Lesa meira

Ísland í EES: Þátttaka án áhrifa 10.04.11

MaxConrad

Sá lýðræðishalli sem felst í EES samningur er meðal þess sem Maximillian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla Íslands, ræðir um í ágætu viðtali við Klemens Ólaf Þrastarson sem birtist í Fréttablaðinu um helgina. Hann segir þar að afstaða Íslendinga til Evrópusambandsins séu á margan hátt athyglisverð; margir vilji taka þátt í Evrópusamvinnunni en ekki…


- Lesa meira