Fundur á Akureyri: Reynsla Svíþjóðar af Evrópusamvinnu 04.03.13

fanarOpinn fundur á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 6. mars, kl. 12:00-13:30.

Miðvikudaginn 6. mars mun Karl Erik Olsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra Svíþjóðar fjalla um reynslu Svía af landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og þátttöku í Evrópuþinginu. Olsson var landbúnaðarráðherra Svíþjóðar á meðan á aðildarviðræðum við ESB stóð, er bóndi og hefur auk þess fylgst náið með afleiðingum aðildar fyrir sænskan landbúnað.

Fundurinn er liður í fundaröð sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa standa að í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa og ber yfirskriftina Evrópusamvinna frá sjónarhóli Norðurlandanna. Fundirnir verða alls fimm talsins og fjallað verður um þau mál sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni.

Súpa og kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir.

Krónulaust Ísland eftir 5 ár 20.02.12

brotisturvidjumISK22

Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir fjallar um leiðina að upptöku evrunnar og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, veltir því fyrir sér hvað krónan kostar íslensk heimili – fróðlegur fundur þann 23. febrúar kl. 20.- Lesa meira

Jón Bjarnason frestar gildistöku ESB reglugerðar um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum 05.09.11

Matur

Þann 1. september síðastliðinn átti að taka gildi hér á landi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri, en slík merking er skylda í öllum Evrópulöndum. Reglugerðin tók gildi árið 2003 í Evrópusambandinu og á að taka gildi í EES-ríkjunum sömuleiðis. Raunin varð þó önnur þar sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra…


- Lesa meira

Netverslun verður öruggari innan ESB 02.09.11

Netverslun

Eftir  samningaviðræður milli Evrópuþingsins og 27 aðildarríkja ESB hefur verið komist að samkomulagi um að bæta réttindi neytenda á innri markaðinum. Um er að ræða lög sem tryggja aukin réttindi og verndun neytenda þegar kemur að netverslun, sem færst hefur í aukana síðastliðin ár milli ríkja ESB. Með nýju lögunum munu neytendur sem versla á…


- Lesa meira

Betra útsýni úr Hákoti en Gröf 22.08.11

pjetur-j-eiriksson

Pétur J. Eiríkisson birti grein í Morgunblaðinu þann 17. ágúst þar sem hann gerir að umtalsefni skrif Tómasar Inga Olrich um Ísland og Evrópusambandið. Tómas Ingi hefur gert að umtalsefni að Íslendingar hafi fátt fram að færa innan Evrópusambandsins og eigi því ekkert erindi þangað. Þessu mótmælir Pétur og telur fram ýmis rök fyrir því…


- Lesa meira

Brussel bannar ekki kökubasara 19.08.11

Muffins

Nokkrar umræður hafa orðið í kjölfar þess að heilbrigðisyfirvöld á Norðurlandi gerðu athugasemdir við múffukeppni sem konur á Akureyri efndu til í því skyni að afla fjár til góðgerðarmála. Konur voru hvattar til að senda inn sem fjölbreyttast úrval af múffukökum sem síðan átti að selja á basar. Heilbrigðisyfirvöld sendu konunum athugasemd þess efnis að…


- Lesa meira

Frábær og fjölmennur kvennafundur 24.06.11

Ríflega sjötíu konur mættu á fundinn

Á þriðjudaginn  síðasta var haldinn fyrsti kvennafundur Já Ísland hreyfingarinnar og var umræðuefnið ESB og neytendamál. Ræðukona kvöldsins var Brynhildur Pétursdóttir sem hélt fyrirlestur um allt frá transfitusýrum, merkingu á matvælum til vaxtastigs í Evrópu. Þrátt fyrir blíðskapaveður og að það sé langt komið inn í sumarið fjölmenntu konur á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að…


- Lesa meira

Hvað ertu að kaupa kona? 18.06.11

konur-kaupa

Þriðjudaginn 21. júni er fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!- Lesa meira

Matarverð mun lækka 22.03.11

augl_2_72pix_220

Holl og fjölbreytt matvara á hagstæðu verði er eitt stærsta hagsmunamál almennings. Matvælaverð lækkar við inngöngu í Evrópusambandið. Afnám tolla á landbúnaðarvörum leiðir til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði.- Lesa meira

Hagsmunir heimilanna 28.02.11

brynhildur_petursdottir_220

Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ og Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna og ritstjóri Neytendablaðsins. Þær ætla að fjalla um hagsmuni heimilanna í tengslum við aðild að Evrópusambandinu. Hvað þýðir aðild fyrir heimilshaldið? Hækkar eða lækkar rekstrarkostnaðurinn, hvað með matarverð, vexti, verðtrygginu og vöruúrval o.s.frv. Þær Henný og Brynhildur munu eflaust velta upp þessum spurningum og fleirum…


- Lesa meira