Einfaldar viðræður að Ísland deilir ekki lögsögu með öðrum 12.11.12

Michael Leigh, sem stýrði stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á árunum 2006-2009, segir að miðað við allt og allt gangi aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins mjög vel.

Hann segir að það einfaldi viðræður um sjávarútvegsmál að Ísland deili ekki lögsögu með öðrum ríkjum og að deilistofnar séu fáir. Reynslan úr aðildarviðræðum sýni að flest ágreiningsmál leysist á því tæknilega stigi viðræðnanna sem nú stendur yfir. Það komi í ljós þegar ágreiningsefnin hafi verið krufin til botns. Sum mál taki hins vegar sinn tíma í meðförum; það séu hin flóknu mál sem varði sögulega framvindu í löndunum.

Rætt var við Leigh í Speglinum á RÚV nú í kvöld.

Leigh bendir á að ellefu ár liðu frá því að ESB tilkynnti ríkjum í Mið- og Austur- Evrópu að þau gætu fengið aðild að sambandinu árið 1993 þar til aðild þessara ríkja varð að veruleika.

Allt öðru máli gegni um Ísland, meðal annars vegna þess að Ísland sé aðili að EES og hafi þess vegna nú þegar innleitt um það bil tvo þriðju hluta regluverks Evrópusambandsins. Hins vegar þurfi engu að síður að taka tíma í aðildarferlinu til þess að staðfesta að reglurnar hafi verið innleiddar með réttum hætti og nauðsynlegar stofnanir settar á fót.

Hins vegar segir hann að utan gildissviðs EES séu hins vegar mikilvægir málaflokkar sem semja þurfi um. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsmálin.

Leigh var spurður hvort fiskveiðimál yrðu jafnerfiður ásteytingarsteinn og af er látið. Leigh sagðist hvorki vera sérfræðingur á þessu sviði né fylgdist hann með viðræðunum í smáatriðum.

Það einfaldi hins vegar málin verulega að Ísland deili ekki lögsögu með öðrum löndum og því séu deilistofnar sem ræða þarf um skiptingu á fáir. Einnig sé litið til veiðisögunnar og haft í huga hverjir hafi veitt hvar. Eins og kunnugt er  er engin erlend veiðireynsla fyrir hendi í íslenskri lögsögu.  Þetta komi Íslandi og íslenskum yfirráðum yfir íslenskum fiskistofnum til góða. Hins vegar þurfi að semja um deilistofna, þ.e. þá fiskistofna sem Íslendingar deila með öðrum eins og norsk-íslensku síldina, loðnu og makríl.

Leigh var spurður hvort fiskveiðiþjóðir eins og England og Spánn gætu beitt sér sérstaklega fyrir eigin hagsmunum og gegn íslenskum hagsmunum í viðræðunum og sagði hann að hafa verði í huga að Íslendingar séu að semja beint við ESB en ekki við einstök lönd. Ríkin 27 verði að koma sér saman um afstöðu sem takmarki áhrifa einstakra landa.

Hann segir það að í eðli sínu sé stærstur hluti aðildarviðræðnanna mjög tæknilegur en viðræðurnar eru leiddar af framkvæmdastjórninni fyrir hönd ESB landanna. Í viðræðunum komi yfirleitt í ljós að atriði sem talin voru mjög umdeild verða auðmeðfærileg þegar búið er að greina í botn hvar erfiðleikarnir liggja. Í ljós koma atriði sem hægt er að leysa lið fyrir lið. Leigh segir að sín reynsla sé sú að það séu fá atriði sem ekki sé í raun hægt að leysa á þessu tæknilega stigi viðræðnanna.

Það sem út af stendur eftir viðræður framkvæmdastjórnar ESB og íslensku viðræðunefndarinnar er tekið fyrir af fulltrúum fastanefndum ESB-landanna hjá ESB, þ.e. sendiherrum landanna, mál sem enn séu óleyst að því loknu séu rædd af ráðherrum landanna og Íslands og á endanum af leiðtogum þjóðanna.

Þegar uppkast að samningi liggur fyrir er það staðfest af þeim sem leiða aðildarviðræðurnar fyrir framkvæmdastjórnina og fyrir Ísland. Þá kemur að staðfestingarferlinu. Á Íslandi fer samningurinn í þjóðaratkvæði auk þess sem Alþingi þarf að staðfesta hann. Í ESB-löndunum þurfa aðildarríkin að staðfesta aðildarsamninga og það tekur sinn tíma; reynslan sýnir að sá tími sé yfirleitt amk 15-18 mánuðir.

Hvað varðar Ísland gengur þetta flókna ferli mun hraðar en var um lönd í Mið- og Austur-Evrópu. Leigh segir hins vegar að hlutir sem semja þarf um og eru það mikilvægir að þeir ákvarða sögulega framvindu landanna taka sinn tíma; þau þarfnast vandlegs undirbúnings og tímafreks undirbúnings, enda er um að ræða mikilvæga hluti; of mikilvæga til þess að frá þeim sé gengið í hasti.

Smábátaeigendur vilja ganga í Evrópusambandið 14.09.11

fiskur

Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp vill ganga í Evrópusambandið.  Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, segist vonast eftir því að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar en ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknarstofnun sem að hans sögn vinna gegn landsbyggðinni, og því sé hagi smábátaeigenda betur borgið inni í Evrópusambandinu. Stjórn Eldingar mun leggja fram tilllögu…


- Lesa meira

Endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB 12.05.11

Maria Damanaki

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja fram tillögur um endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins í júlí. Stefnt er að því að þær muni koma til framkvæmda árið 2013. Í tillögunum er lagt til að tekið sé upp kvótakerfi í sjávarútvegi þannig að skip fái úthlutað veiðikvóta til að minnsta kosti 15 ára. Eitt helsta markmið nýju tillagnanna er…


- Lesa meira

ESB og hvalveiðar 08.04.11

hannes-holmsteinn

Alþjóða­mála­stofnun og Rann­sókna­setur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfir­skrift­inni Evr­ópa: Sam­ræður við fræði­menn. Stofn­unin hefur fengið til liðs við sig fjöl­marga fræði­menn af ýmsum fræða­sviðum sem kynna rann­sóknir sínar um Ísland og Evr­ópu á viku­legum fundum í hádeg­inu á föstu­dögum. „Evrópusambandið og hvalveiðar Íslendinga“ er heitið á fyrirlestri sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson,…


- Lesa meira

Við eigum auðlindirnar áfram 30.03.11

ja-audlindir_thumla

Auðlindir ESB ríkja eru eign ríkjanna sjálfra og lúta reglum sem þau setja sjálf. Á þessu leikur enginn vafi.
Ef við göngum í Evrópusambandið munum við sjálf ráða nýtingu á vatni, jarðvarma, námum og öðrum náttúruauðlindum, líka á olíu ef hún finnst.- Lesa meira

Einstök ríki ákvarða einhliða hámarksafla 11.03.11

P-012342-00-14

Ný reglugerð Evrópusambandsins heimilar einstökum aðildarríkjum að ákvarða einhliða hámarksafla í ákveðnum stofnum sem eingögnu viðkomandi ríki nýtir, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og tíðkast hefur fram að þessu.- Lesa meira

Ný nálgun á fiskveiðistjórnun í ESB 08.03.11

SveinnMargeirsson

Alþjóða­mála­stofnun og Rann­sókna­setur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfir­skrift­inni Evr­ópa: Sam­ræður við fræði­menn. Stofn­unin hefur fengið til liðs við sig fjöl­marga fræði­menn af ýmsum fræða­sviðum sem kynna rann­sóknir sínar um Ísland og Evr­ópu á viku­legum fundum í hádeg­inu á föstu­dögum. „Ný nálgun á fiskveiðistjórnun í ESB: EcoFishMan verkefnið“ er heitið á fyrirlestri…


- Lesa meira

Seinni rýnifundi um sjávarútvegsmál lokið 08.03.11

fiskur

Í liðinni viku lauk seinni rýnifundi Íslands og ESB um sjávarútvegsmál, sem og rýnifundi um skattamál. Á fyrrnefnda fundinum lagði íslenska sendinefndin áherslu á sérstöðu íslensks sjávarútvegs sem er þjóðhagslega mun mikilvægari en í nokkru aðildarríki ESB. Greint var frá árangri Íslands við stjórnun fiskveiða sem er almennt betri en innan ESB. Þá var fjallað…


- Lesa meira

Erlendir dálkahöfundar spá í aðild Íslands 20.02.11

amanda_paul

Í löndum Evrópu reyna dálkahöfundar og aðrir sem fylgjast með þróun Evrópusambandsins að spá í líkurnar á því að Ísland gangi í sambandið. Amanda Paul, sem skrifar fyrir dagblaðið Zaman í Tyrklandi, veltir fyrir sér tvístígandi afstöðu Íslendinga til aðildar á sama tíma og Tyrkir keppa að aðild en komast ekki inn.- Lesa meira

Sjávarútvegsstefna ESB og aðildarumsókn Íslands 25.01.11

Reykjavik

Gunnar Þórðarson, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís á Vestfjörðum, telur að hægt sé að semja um sjávarútvegsmál við ESB, sem er forsenda inngöngu í sambandið. Ekki komi til greina að fórna hagkvæmum sjávarútveg þjóðarinnar á altari inngöngu, enda mikilvægi hans fyrir íslenskt hagkerfi óumdeilt.- Lesa meira