Hugmyndir um stækkun EES með örríkjum ekki á vetur setjandi 03.12.13

jonsteindor_myndÓraunhæfar hugmyndir
Í umræðum um Evrópumál skjóta stundum upp kollinum hugmyndir um að best sé að reiða sig á EES samninginn, styrkja hann og efla. Það sé betra en að ganga í Evrópusambandið.

Einn þáttur þessara hugmynda er sá að fjölgja beri ríkjum sem eru á þeirri hlið samningsins sem ekki er í ESB.

Núverandi samsetning eru sú að annars vegar eru Noregur, Ísland og Liechtenstein og hins vegar 28 aðildarríki ESB.

Örríkin þrjú
Í viðtali við utanrríkissráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, sem birtist í ríkissjónvarpinu þann 28. nóvember lýsir hann yfir stuðningi við og áhuga sínum á þessari leið og nefnir til sögunnar þrjú örríki í Evrópu, Andorra, Monakó og San Marínó. Í því felst væntanlega að samningurinn muni styrkjast og fá meiri vigt og um leið myndi hagsmunum Íslands betur borgið.

Íbúar þessara þriggja örríkja eru samanlagt innan við 150.000, þar af búar Andorra um 85.000, en hin álíka fjölmenn með rúmlega 30.000 íbúa. Þau er því nálægt því að vera 0,03% af íbúum ESB og landsframleiðsla þeirra um 0,07% af landsframleiðslu ESB. Það gefur því augaleið að hagsmunir þeirra af nánari tengslum við ESB eru yfirgnæfandi miðað við hagsmuni ESB.

Hætt er við að þessi leið sé með öllu óraunhæf ef marka má nýja skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér 10 dögum áður en viðtalið við utanríkisráðherra birtist.

Miðað við þær röksemdir sem þar eru settar fram er einmitt hætt við að EES samningurinn myndi vekjast og verða mun erfiðari í framkvæmd. Varla er hægt að draga aðra ályktun af skýrslunni en þá að það færi þvert gegn hagsmunum Íslands ef ríkin þrjú myndu verða aðilar að EES samningnum.

Viðhorf ESB
Evrópusambandið hefur verið að skoða hvernig best væri að haga samskiptum við þessi þrjú ríki Andorra, Mónakó og San Marínó.

Skýrsla um málið var gefin út þann 18. nóvember 2013. Þar er verið að fylgja eftir vinnu sem staðið hefur um skeið og snýst um hvernig sambandið við ríkin þrjú verði styrkt með það að markmiði að ríkin geti orðið fullgildir aðilar á innri markaði sambandsins.

Velt er upp tveimur möguleikum í skýrslunni. Annar vegar að ríkin verði hluti af EES samningnum en hins vegar að gerðir verði sérstakir samningar við hvert ríkjanna þriggja sem byggi á sameiginlegum ramma (association agreements). Kostir og gallar beggja leiða eru greindir, vegnir og metnir.

ESB vill ekki flækja EES – það hjálpa Íslandi ekki heldur
Fróðlegt er að skoða megin röksemdir ESB fyrir því að EES leiðin sé ekki á vetur setjandi:

„This option may entail some additional drawbacks, given that the EEA-EFTA states act on the basis of a common position in the joint EEA institutions. If the small-sized countries were to participate in the EEA, reaching such a position might become more complicated due to the need to reconcile the positions of six states rather than the current three. This could exacerbate the challenges that the EU and its EEA-EFTA partners already face in ensuring timely EEA decision-making. Moreover, the small-sized countries would need to accede to EFTA trade agreements with third countries.“

Í tilvitnuninni hér að ofan er einmitt að finna kjarna máls sem er okkur auðvitað jafn mikill þyrnir í augum og ESB. EES samningurinn byggir á því að Noregur, Ísland og Liechtenstein komi fram sem ein heild gagnvart ESB á grundvelli málamiðlunar sín á milli. ESB lýtur á þessi þrjú lönd sem einn aðila í samhengi samningsins. Það gefur augaleið að það mun auka enn á vanda EES samningsins að bæta þessum örríkum í hópinn og um leið gera Íslendingum enn erfiðara en áður að halda sínum sjónarmiðum á lofti gagnvart ESB. Þá er auðvitað ósvarað þeirri spurningu hvort Noregur hefur áhuga á að flækja málin með þessum hætti, nú eða Liechtenstein.

„Andorra has expressed openness to considering participation in the EEA, provided it is based on a stable institutional framework and takes into account Andorra’s specific situation. San Marino is also open to considering this option. Monaco has ruled it out because it cannot easily be adapted to the country’s specific circumstances.“

Þá er auðvitað sá hængur á að Mónakó hefur þegar útilokað þessa leið fyrir sína parta.

EES leiðin metin ófær
Framkvæmdastjórnin er býsna afdráttarlaus í niðurstöðu sinni. EES leiðin er ófær. Í lauslegri þýðingu segir svo um þann kost:

„Á hinn bóginn er þátttaka örríkjana í EES er ekki metin raunhæfur kostur við núverandi aðstæður vegna þeirra pólitísku og stofnanalegu ástæðna sem raktar eru hér að framan“.

Um leiðirnar tvær segir í niðurstöðunum:

„Considering the principles outlined above, the Commission considers that the negotiation of (one or several) Association Agreement(s) is the more viable of the two options. Importantly, the scope and content of such (an) Agreement(s) could be adapted to suit EU requirements, as well as the specificities and unique circumstances of each of the small-sized countries. If there were mutual interest, the scope of such (an) Agreement(s) could also cover areas beyond the internal market. Moreover, the Agreement should also establish its relationship with existing agreements such as the customs union agreement with Andorra, the customs and cooperation agreement with San Marino and the agreements on the taxation of savings income between the EU and the three small-sized countries (amendments to the latter are currently under negotiation). In contrast, the participation of the small-sized countries in the EEA is not judged to be a viable option at present due to the political and institutional reasons discussed in section 2.1.“

Miðað við það sem að framan er rakið væri skynsamlegt af utanríkisráðherra að gæla ekki frekar við hugmyndir af þessu tagi. Nær er að snúa sér að nærtækari kostum í samskiptum Íslands og ESB.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

Sjá nánar:

Umfjöllun um EES samninginn í ríkissjónvarpinu þann 28. Nóvember 2013

REPORT FROM THE COMMISSION TO THE EUROPEAN PARLIAMENT, THE COUNCIL, THE EUROPEAN ECONOMIC AND SOCIAL COMMITTEE AND THE COMMITTEE OF THE REGIONS

EU Relations with the Principality of Andorra, the Principality of Monaco and the
Republic of San Marino: Options for their participation in the Internal Market

Hversu áhrifamikil eru smáríki við ákvarðanir innan ESB? 30.09.11

diana_panka

EVRÓPA – samræður við fræðimenn Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri. Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram. Hversu…


- Lesa meira

Hver er staða Íslands í veröldinni? 08.03.11

eu-map

Alþjóða­mála­stofnun og Rann­sókna­setur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfir­skrift­inni Evr­ópa: Sam­ræður við fræði­menn. Stofn­unin hefur fengið til liðs við sig fjöl­marga fræði­menn af ýmsum fræða­sviðum sem kynna rann­sóknir sínar um Ísland og Evr­ópu á viku­legum fundum í hádeg­inu á föstu­dögum. „Drift or rift in the geopolitical position of Iceland?“ er heitið á…


- Lesa meira

Kjósa Evrópuþingmenn eftir þjóðerni eða stjórnmálaskoðunum? 07.03.11

P-01455600-05

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, segir átta stjórnmálahópa starfa á þinginu. Stærstur þeirra er flokkur kristilegra demókrata og næst á eftir er flokkur sósíaldemókrata. Á heildina litið endurspegla skoðanir þingmanna allt litróf viðhorfa til Evrópusamrunans, allt frá þeim sem vilja að ESB þróist í átt að sambandsríki og til efasemdamanna um nána evrópska samvinnu.- Lesa meira

ESB fyrst og fremst bandalag friðar og frelsis 06.03.11

Uffe-Ellemann-Jensen

„Ég vona að vinir mínir á Íslandi taki umræðuna um sjálfstæði, og víkist ekki undan því, og reyni að sjá hvað skiptir máli; hvað tapast og hver ávinningurinn er,“ segir Uffe Ellemann-Jensen. „Kannski fæst meira út úr því að vera í samstarfi og gangast undir lög og reglur samstarfsins heldur en að standa fyrir utan og vera þá kanski einn og yfirgefinn þegar syrtir í álinn.“- Lesa meira

Áhrif þingmanna smáríkja á Evrópuþinginu 25.02.11

dina_wallis_1

Áhrif Evrópuþingsins hafa styrkts með tilkomu Lissabon sáttmálans. Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, ræðir hvaða áhrif þessar breytingar hafa á stöðu smáríkja á fundi hjá Alþjóðamálstofnun HÍ.- Lesa meira

Smáríkinu Möltu vegnar vel í ESB 27.09.10

Maltneski fáninn

Joe Borg fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu, fyrrverandi aðalsamningamaður Möltu í viðræðum um aðild að ESB og fyrrverandi yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB heimsótti Ísland um helgina og hélt afar áhugaverðan fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík eins og má lesa um hér. Myndbandsupptaka af fyrirlestrinum er nú aðgengileg öllum á netinu- myndbandið má finna með  því að smella…


- Lesa meira

Íslendingar hafa ekkert að óttast 25.09.10

Maltneski fáninn

Fjöldi fólks var mætt til að hlýða á fyrirlestur Joe Borg fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu og fyrrverandi yfirmanni sjávarútvegsmála hjá ESB, í Háskólanum í Reykjavík í dag, laugardag.  Fundurinn sem var samstarfsverkefni norsku Evrópusamtakanna og Sterkara Íslands var afar áhugaverður. Enda ljóst að það er margt sem Íslendingar geta lært af reynslu Möltu eins og að…


- Lesa meira

Samningaviðræður Íslands við ESB – hvað má læra af reynslu Möltu? 21.09.10

joeborg

Joe Borg heldur erindi á vegum Sterkara Íslands laugardaginn 25. september í Háskólanum í Reykjavík. Hann var utanríkisráðherra Möltu 1999 – 2004 og leiddi aðildarviðræður Möltu við ESB. Um leið og Malta varð aðili að ESB 2004 tók hann sæti í framkvæmdastjórn ESB og gengdi starfi sjávarútvegsstjóra þess þar til í byrjun þessa árs.- Lesa meira