Svana Helen formaður SI segir viðræðuslit glapræði 14.03.13

svana_helen

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins

Í ályktun Iðnþings 14. mars 2013 segir m.a um Evrópumál:

„Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf að leiða til lykta sem fyrst. Nauðsynlegt er að ljúka aðildarviðræðum og að þjóðin eigi síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál.“

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti ræðu á Iðnþingi fyrir troðfullum sal á Hótel Nordica. Hún kom víða við í ræðu sinni en sagði þetta um Evrópumálin og aðildarviðræðurnar:

„Aðild Íslands að ESB er umdeilt mál með margar hliðar. Það er skiljanlegt að margir séu efins um að aðild sé rétta skrefið, atvinnuleysi er t.d. mikið í sunnanverðri Evrópu. Menn óttast að hagvöxtur verði hægur innan Evrópu samanborið við Asíu og N-Ameríku og svo óttast sumir að rekstur evrunnar kalli á miklar breytingar, s.s. að reka björgunarsjóði og bræða saman ríkisfjármál evrulandanna.

Það er engu að síður staðföst skoðun mín að farsælast sé að halda viðræðum um aðild að Evrópusambandinu áfram og leiða þær til lykta. Að slíta viðræðunum nú er að mínu mati glapræði. Þar kemur fram viðleitni til að búa íslensku atvinnu- og þjóðlífi betri skilyrði og jafna samkeppnisstöðuna. Íslensk fyrirtæki eru í samkeppni við evrópsk fyrirtæki, bæði á markaði ESB og öðrum mörkuðum. En það er eins og við séum með aðra höndina bundna aftur fyrir bak, með gjaldeyrishöft, miklu hærra vaxtastig og gjaldmiðil sem hvergi er tekið mark á. Þetta bætist við þann vanda sem ekki verður ráðið við, sem er fjarlægð landsins frá helstu mörkuðum. Með þessu ástandi er öllu snúið á haus, við þyrftum einmitt að búa við betri samkeppnisskilyrði til þess að vega upp á móti fjarlægðinni.

Stjórnmálaforingjar segja sumir að nú sé ekki rétti tíminn til að standa í þessum viðræðum. Við eigum að bíða í nokkur ár, getum hvort sem er ekki tekið upp evruna fyrr en eftir 10 ár í fyrsta lagi. Það er skrýtið hve stjórnmálamenn eiga erfitt með að hugsa meira en 4 ár fram í tímann. 10 ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar, við tjöldum til meira en einnar nætur.“

Fjölbreytt atvinnulíf jafnar sveiflur 19.02.11

Hilmar Veigar

„Ef  menn eru stanslaust að stýra allri hagsstjórn á Íslandi eftir einni atvinnugrein þá eru menn að reka aðrar atvinnugreinar burtu úr landi,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP í athyglisverðu viðtali á vefnum www.thjod.is en hann hefur að geyma hugleiðingar Íslendinga úr ýmsum áttum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hilmar telur að það…


- Lesa meira

Aðild að ESB eflir nýsköpun og hinar dreifðu byggðir 04.02.11

Reykjavik

Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum, telur hinar skapandi greinar atvinnulífsins muni njóta góðs að aðild Íslands að ESB. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldin var í utanríkisráðuneytinu með ýmsum fulltrúum hinna skapandi greina en þeir eru, meðal annars, listamenn og útgefendur.- Lesa meira

Áhrif ESB-aðilar á nýsköpun og íslenskan iðnað 13.11.10

Nýsköpun

Í helgarblaði Fréttablaðisins fjallar Klemens Ó. Þrastarson um áhrif ESB-aðildar á íslenskan iðnað, ferðaþjónustu og nýsköpun. Greint er frá afstöðu iðnaðarins til aðildar að ESB. Þau iðnfyrirtæki sem helst hafa skarað fram úr á undanförnum árum telja inngöngu í ESB forsendu nýsköpunar hérlendis. Fyrirtækin CCP, Marel og Össur styðja eindregið aðild að sambandinu. Marel tekur sterkar…


- Lesa meira

Varanleg lausn á gjaldeyriskreppunni 07.07.10

Hilmar_v_petursson

„Þótt margt hafi breyst til batnaðar í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja erum við enn að burðast með íslensku krónuna, hina örsmáu og óstöðugu mynt. Íslenskt atvinnulíf starfar í alþjóðlegu umhverfi og við verðum að víkja frá einangrunarstefnunni“, segir Hilmar V. Pétursson í viðtali við Fréttablaðið.- Lesa meira

Hvað er líkt með Íslandi og Möltu? 08.06.10

Valleta Malta

Reynum að læra af reynslu annarra þjóða. Leggjum okkur fram við skilgreina samningsmarkmið Íslands í viðræðunum sem framundan eru og verum dugleg við að afla okkur upplýsinga og miðla þeim áfram til annarra. Munum að við erum í rauninni öll í sama liði.- Lesa meira

Hvar finnum við ný störf? 11.02.10

hofnin

Á undanförnum misserum hafa íslenskt fyrirtæki, þá sérstaklega sprotafyrirtæki, bent á að það sé nánast útilokað að byggja upp fyrirtæki á Íslandi í umhverfi krónunnar. Hinar gríðarlegu sveiflur og óstöðugleiki geri allar áætlanagerð óframkvæmanlega. Umsókn að Evrópusambandinu er stórt skref í á að tryggja íslensku hagkerfi stöðugleika. Uppbygging sprotafyrirtæka af heppilegri stærð er það sem…


- Lesa meira