Gróðrarstía mismununar 04.04.16

Atburðarás síðustu daga hefur afhjúpað með skýrum og átakanlegum hætti eina skuggahlið þess að ríghalda í örmyntina íslensku krónuna.

Krónan okkar stenst illa og alls ekki á köflum þrjú meginskilyrði þess sem alvörugjaldmiðill þarf að uppfylla sem er að vera mælieining og geymsla verðmæta, auk þess gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Þessi vankantar leiða til þess að þeir sem geta skjóta sér undan krónunni sem best þeir geta og leita til annarra mynta sem uppfylla betur þessi skilyrði. Það er þó ekki endilega samasem merki á milli þess og að vilja leyna eignum eða víkja sér undan skatti þó það fari vissulega oft saman, því miður.

Þessir ágallar krónunnar eru, voru og verða ávallt uppspretta og gróðarstía fyrir mismunun, óréttlæti og spillingu. Til viðbótar bjaga þeir starfsskilyrði atvinnulífsins og valda því að gengi krónunnar ræður meiru um afkomu en eiginlegur rekstur. Það getur ekki verið eðlilegt ástand.

Traust og trú á því að allir sitji við sama borð og innviðir séu í lagi er forsenda þess að nokkur leið verði til að ná þokkalegri sátt um leikreglur samfélagsins – krónan getur aldrei verið hluti af þeirri mynd.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

Grikkir – leiksoppar eða gæfusmiðir 14.10.15

greece_flag_eu

Grikkland hefur átt við mikinn vanda að etja. Sitt sýnist hverjum um orsakir, afleiðingar og viðbrögð. Gríski vandinn er ekki bara viðfangsefni Grikkja sjálfra heldur alls Evrópusambandsins.- Lesa meira

„Nógu oft og nógur lengi“ 12.10.14

thorsteinn_Palsson1

Við notum afur á móti mynt sem ekki er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum og fer eins og korktappi af hæsta öldufaldi niður í lægsta öldudal óaflátanlega nema þegar hún er í höftum.- Lesa meira

Öfugsnúin aukaaðild 09.10.14

jonasolveig_litil

Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB.- Lesa meira

Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið 23.11.13

svana-h

Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar.- Lesa meira

Swedish attitudes to the EU and the Euro 16.04.11

Sören Holmberg

„Swedish attitudes to the EU and the Euro“ er heitið á fyrirlestri sem Sören Holmberg, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Gautaborg, heldur í fundaröðinni föstudaginn 20. maí kl. 12.00.- Lesa meira

Efnahagur ESB réttir úr kútnum 03.03.11

Olli Rehn, Member of the EC in charge of Economic and Monetary Affairs gives a press conference on the Interim Economic Forecast.

Framkvæmdastjórn ESB birti nýja hag- og verðbólguspá í vikunni. Í henni kemur fram að aðstæður i efnahagslífinu hafa batnað og horfur aðildirríkja ESB eru almennt góðar. Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins á þessu ári.- Lesa meira

Ekki hugsað um almenning 25.02.11

margret_gudmundsdottir

Af hverju ætlar enginn að tala máli almennings á Íslandi? Svo spyr Margrét Guðmundsdóttir í viðtali á vefnum Þjóð. Hér sé oft verið að tala um að Írar séu í miklum vanda og því víti til varnaðar. Þá gleymist oftast að nefna að almenningur þar í landi hefur ekki orðið fyrir neinum viðlíka skakkaföllum og sá íslenski.- Lesa meira