Grikkland og Ísland 08.05.10

Thorsteinn_Palsson

Fréttablaðið birtir reglulega pistlana: Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar. Skörp greining Þorsteins á vanda Grikkja í ljósi evrunnar og samanburður við stöðu Íslands í ljósi krónunnar er afar athyglisverð.


- Lesa meira

Þess vegna er ég Evrópusinni 23.04.10

JonSteindorV

Þróun alþjóðamála hefur leitt til þess að vogaraflið sem við höfðum vegna legu Íslands er horfið. Nú erum við vegin og metin af eigin verðleikum. Við verðum að spila sem best úr þeim spilum sem við höfum á hendi, þau eru vissulega allgóð og þar leynast inn á milli hin þokkalegustu trompspil.- Lesa meira

Evrópusambandið og atvinnulífið 21.03.10

benedikt

Spurt var hve marga þingmenn Íslendingar fengju á Evrópuþinginu og hvort þjóðin yrði ekki augljóslega valdalaus. Benedikt taldi að þeir yrðu 5-6 eða rætt tæplega prósent. Íslendingar yrðu að ákveða til hvers þeir vildu ganga í Evrópusambandið. Ætluðu þeir að ná völdum í Evrópu, eða ganga í samtök þjóða sem þeir ættu samleið með?- Lesa meira

Nauðsynlegt að breyta um farveg 13.03.10

JonSigurdsson

Því miður hefur okkar háttur verið sá að redda okkur út úr vandamálum frekar en að sveigja framhjá þeim. Nú þarf nauðsynlega að breyta um farveg. Hagkerfið er nánast lokað og ég óttast að þarna vilji sumir vera.- Lesa meira

Evran er lausnin 12.03.10

Evra

Staða krónunnar er allt of lág. Með því að láta krónuna vera svona lága er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Núverandi upplýsingar benda til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um…


- Lesa meira

Í gin verðtryggingar 08.03.10

verdbolga_og_styrivextir

En hvað hefur gerst á þremur árum? Jú, lán okkar hefur hækkað um nákvæmlega fimm milljónir vegna vaxta og verðtryggingar! Það hefur því ekki tekið íslensku verðtrygginguna nema tæp þrjú ár að éta í sig allt það fé sem við fengum út úr sölu tveggja fasteigna í Svíþjóð! Þetta er svokölluð ,,neikvæð eignamyndun“ á fagmáli. Í stað þess að eignast í fasteigninni, hefur lánveitandinn eignast sífellt meira í okkur og okkar ráðstöfunartekjum.- Lesa meira

Ísland verður sterkara innan ESB 24.02.10

Sterkara Ísland

Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða.- Lesa meira

Íslenska krónan – bjargvættur Grikklands 14.02.10

grikkland

Ég lendi býsna oft í umræðum ágæti þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Undantekningalítið fæ ég það sem mótrök gegn máli mínu að evran sé nú alls ekki að virka í mörgum þeim löndum sem nota evru og atvinnuleysi þar sé mikið. ,,Sjáðu ástandið t.d. á Grikklandi, Spáni og Írlandi” heyri ég…


- Lesa meira

Hvar finnum við ný störf? 11.02.10

hofnin

Á undanförnum misserum hafa íslenskt fyrirtæki, þá sérstaklega sprotafyrirtæki, bent á að það sé nánast útilokað að byggja upp fyrirtæki á Íslandi í umhverfi krónunnar. Hinar gríðarlegu sveiflur og óstöðugleiki geri allar áætlanagerð óframkvæmanlega. Umsókn að Evrópusambandinu er stórt skref í á að tryggja íslensku hagkerfi stöðugleika. Uppbygging sprotafyrirtæka af heppilegri stærð er það sem…


- Lesa meira