Frumkvæði Evrópubúa 08.04.11

Alþjóða­mála­stofnun og Rann­sókna­setur um smáríki standa fyrir fundaröð í vetur undir yfir­skrift­inni Evr­ópa: Sam­ræður við fræði­menn. Stofn­unin hefur fengið til liðs við sig fjöl­marga fræði­menn af ýmsum fræða­sviðum sem kynna rann­sóknir sínar um Ísland og Evr­ópu á viku­legum fundum í hádeg­inu á föstu­dögum.

„The European Citizen’s Initiative“ er heitið á fyrirlestri sem Max Conrad, lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands heldur í fundaröð­inni 29. apríl kl. 12.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar.

Matarverð mun lækka 22.03.11

augl_2_72pix_220

Holl og fjölbreytt matvara á hagstæðu verði er eitt stærsta hagsmunamál almennings. Matvælaverð lækkar við inngöngu í Evrópusambandið. Afnám tolla á landbúnaðarvörum leiðir til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði.- Lesa meira

Kvennabaráttan og ESB 09.03.11

barattudagur_kvenna

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna var haldinn fundur um ESB og kvennabaráttuna. Fundurinn var bráðskemmtilegur og framsögur þeirra Sigríðar Ingibjargar og Snærósar skemmtilegar og fróðlegar og sýndu glöggt að það er nauðsynlegt og gagnlegt að víkka og breikka Evrópuumræðuna og taka inn alls kyns þætti.- Lesa meira

Sóknarfæri íslensks landbúnaðar og ESB aðild 05.03.11

Þröstur Haraldsson Sagði upp vegna samstarfsörðugleika við útgefandann

Þröstur Haraldsson, blaðamaður og fv. ritstjóri Bændablaðsins, skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um þau fjölmörgu tækifæri sem aðild að ESB hefði í för með sér fyrir íslenskan landbúnað. Hann gagnrýnir m.a. forystumenn bænda fyrir að forðast að ræða jákvæð áhrif aðildar og segir hana hafa tekið nánast trúarlega afstöðu í málinu.- Lesa meira

ESB – áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið 18.02.11

Björólfur Jóhannsson

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur ráðstefnu um áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á atvinnumarkað og atvinnulíf á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Þar taka til máls margir forkólfar í atvinnulífinu.- Lesa meira

Tækifæri barna í ESB 08.02.11

asgeir

Næsti hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar verður haldinn næstkomandi þriðjudag 8. febrúar og er umræðuefnið „Hvaða tækifæri felast í ESB aðild fyrir börn?“ Frummælendur eru þeir Ásgeir Beinteinsson skólastjóri og Eystein Eyjólfsson upplýsingafulltrúi.- Lesa meira

ESB græðir lítið á Íslandi 07.02.11

Jean-Claude Piris

Jean-Claude Piris fyrrverandi ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðisviðs þess er í viðtali við Fréttablaðið 29. janúar. Hann segir frá því í viðtalinu að ESB græði lítið á því að Ísland verði þar aðildarþjóð. Telur hann að Íslendingar muni njóta ávaxta af slíkri aðild en að hún sé ekki nein guðsgjöf fyrir ESB og að…


- Lesa meira

Samstarfsáætlanir ESB kynntar 12.01.11

haskolatorg

Fjölmargir Íslendingar, stofnanir og fyrirtæki, hafa notið góðs af margvíslegum verkefnum og áætlunum á vegum ESB. Kynning á mörgum þessara verkefni verður á Háskólatorgi.- Lesa meira

Sóknarfæri í landbúnaði 14.10.10

Kýr

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti hressilega grein í Bændablaðinu fyrir fáum dögum þar sem hann ræðir um þau tækifæri sem aðild að Evrópusambandinu getur fært íslensku bændastéttinni.- Lesa meira

Hvað er líkt með Íslandi og Möltu? 08.06.10

Valleta Malta

Reynum að læra af reynslu annarra þjóða. Leggjum okkur fram við skilgreina samningsmarkmið Íslands í viðræðunum sem framundan eru og verum dugleg við að afla okkur upplýsinga og miðla þeim áfram til annarra. Munum að við erum í rauninni öll í sama liði.- Lesa meira