Klárum dæmið 21.06.13

Í lok apríl hratt Illugi Jökulsson af stað undirskriftasöfnun undir heitinu Klárum dæmið.

Yfirlýsingin sem skrifað er undir er svohljóðandi:

„Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.

Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.

Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.“

Þrátt fyrir að söfnunin sé einkaframtak Illuga og hafi ekki verið auglýst eða fylgt eftir með auglýsingaherferð hafa, þegar þetta er ritað, rúmlega 11.000 konur og karlar af öllu landinu sett nafn sitt við yfirlýsinguna.

Já Ísland hvetur alla til þess að skoða hug sinn og séu þeir sammála því að skynsamlegt sé að klára dæmið að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna.

Slóðin á Klárum dæmið er: www.klárumdæmið.is.

Er Evrópusambandið fyndið? 13.02.12

Bergur-Ebbi

Grínistarnir Bergur Ebbi Benediktsson og Ugla Egilsdóttir ætla að vera með uppistand um Evrópusambandið og velta fyrir sér þeirri spurningu hvort Evrópusambandið sé fyndið, á næsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 14. febrúar.- Lesa meira

Orustan um Ísland 21.06.11

P0013430024

Þessi grein eftir Benedikt Jóhannesson birtist á vefriti Bæjarins besta í vikunni og fjallar um afstöðu ungs fólks til Evrópusambandsins. Ungir Íslendingar virðast ekki spenntir fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Skoðanakannanir benda til þess að ungmenni séu neikvæðari á aðild en aðrir Íslendingar. Þegar gengið er á þá sem þannig svara eru skýringar…


- Lesa meira

Sundrung eða sameining 20.06.11

Baldur Þórhallsson

Það er gæfa hverrar þjóðar að geta horft til þess sem landsmenn eiga sameiginlegt. Farsæld þjóðar felst enn fremur í því að lifa í sátt við nágrannaþjóðir. Þeim þjóðum sem tekst vel upp með hvort tveggja vegnar best allra. Við Íslendingar höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að byggja landið upp á grunni sameiginlegrar reynslu, sögu…


- Lesa meira

ESB fyrst og fremst bandalag friðar og frelsis 06.03.11

Uffe-Ellemann-Jensen

„Ég vona að vinir mínir á Íslandi taki umræðuna um sjálfstæði, og víkist ekki undan því, og reyni að sjá hvað skiptir máli; hvað tapast og hver ávinningurinn er,“ segir Uffe Ellemann-Jensen. „Kannski fæst meira út úr því að vera í samstarfi og gangast undir lög og reglur samstarfsins heldur en að standa fyrir utan og vera þá kanski einn og yfirgefinn þegar syrtir í álinn.“- Lesa meira

Stjórnarsáttmálinn tekinn alvarlega 10.01.11

sattmali_rikisst

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er þeim Guðmundi Andra og Magnúsi Orra umhugsunar og umfjöllunarefni í tilefni af átökunum innan VG um aðildarviðræður Íslands og ESB.- Lesa meira

Flökku- og ýkjusögur 08.01.11

lygari

Um aldir höfum við orðið fyrir barðinu á misgáfulegum sögum sem um okkur hafa gengið. Vel má viðurkenna að margar þeirra eru sprenghlægilegar.- Lesa meira

Umræða á villigötum 08.12.10

klaus_grube

Skilur ekki baun í umræðunni. Klaus Grube ráðuneytisstjóri danska utanríkisráðuneytisins skilur ekki alveg áhyggjur Íslendinga af fullveldinu í tengslum við aðild að ESB.- Lesa meira

ESB og geðklofi þjóðarinnar 02.12.10

haukur_mar_helgason

Haukur Már greinir mótsagnakennda afstöðu Íslendinga til aðildaviðræðnanna nú sem merki um duldan geðklofa meðal þjóðarinnar og vitnar meðal annars til skrifa breska geðlæknisins R.D. Laing í því sambandi.- Lesa meira