Náttúra Íslands og ESB 27.02.12

Á morgun, þriðjudaginn 28. febrúar, stendur Evrópuvakt Samfylkingarinnar fyrir opnum fundi á Kaffi Sólon (2. hæð), um náttúru Íslands og Evrópusambandið.

Það eru þingmennirnir Mörður Árnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem munu ræða kosti og galla ESB aðildar fyrir umhverfi og náttúru Íslands.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund. Fundarstjóri er Dofri Hermannsson, formaður Græna netsins.

Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.

Hér má sjá viðburðinn á netinu: http://www.facebook.com/events/235442559880785/

Enga merkimiða takk 14.09.11

pall.asgeir

Umræðan um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið hefur einkennst af óhóflegri notkun merkimiða. Jafnvel svo að segja mætti að þeir væru eitt helsta vopn manna í þeirri orðræðu sem fram fer.- Lesa meira

Jón Bjarnason frestar gildistöku ESB reglugerðar um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum 05.09.11

Matur

Þann 1. september síðastliðinn átti að taka gildi hér á landi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri, en slík merking er skylda í öllum Evrópulöndum. Reglugerðin tók gildi árið 2003 í Evrópusambandinu og á að taka gildi í EES-ríkjunum sömuleiðis. Raunin varð þó önnur þar sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra…


- Lesa meira

Einstök ríki ákvarða einhliða hámarksafla 11.03.11

P-012342-00-14

Ný reglugerð Evrópusambandsins heimilar einstökum aðildarríkjum að ákvarða einhliða hámarksafla í ákveðnum stofnum sem eingögnu viðkomandi ríki nýtir, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og tíðkast hefur fram að þessu.- Lesa meira

Loftlagsbreytingar og aðild Íslands 20.02.11

ThorunnSveinbjarnardottir

Næsti hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar verður haldinn næstkomandi þriðjudag 22. mars og er umræðuefnið ”Loftlagsbreytingar og aðildarríkið Ísland”. Frummælandi er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Að loknu framsöguerindi verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Dagskrá…


- Lesa meira

Græningjar hljóta að fagna 20.11.10

Árni Finnsson

„Alveg óháð því hvort aðild að Evrópusambandinu verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu stöndum við því frammi fyrir grænni aðlögun að lagaramma Evrópusambandsins. Það yrði mikið framfaraspor og allir þeir sem vilja auka veg umhverfisverndar á Íslandi hljóta fagna slíkri aðlögun,“ skrifar Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands í pistlinum „Græn aðlögun“ sem birtist á Smugunni í gærdag,…


- Lesa meira

Umhverfismál og ESB 11.04.10

arnifinnsson

Umhverfismálin og Evrópusambandið. Árni Finnsson formaður Nátturuverndarsamtaka Íslands fjallar um tækifæri og ógnanir í umhverfismálum í tengslum við aðild að ESB.- Lesa meira

Lífið er meira en saltfiskur 20.02.10

umhverfisvernd

Því miður komst ég ekki til að hlusta á Diana Wallis í vikunni, en las fréttir af komu hennar með áfergju. Viturlega minnti hún Íslendinga á að aðild að Evrópusambandinu á ekki, og getur ekki, bara snúist um sjávarútvegsmál. Vissulega skiptir sjávarútvegur Íslendinga miklu og við þurfum að ræða sjávarútvegsstefnu ESB, en við þurfum líka…


- Lesa meira