Gróðrarstía mismununar 04.04.16

Atburðarás síðustu daga hefur afhjúpað með skýrum og átakanlegum hætti eina skuggahlið þess að ríghalda í örmyntina íslensku krónuna.

Krónan okkar stenst illa og alls ekki á köflum þrjú meginskilyrði þess sem alvörugjaldmiðill þarf að uppfylla sem er að vera mælieining og geymsla verðmæta, auk þess gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Þessi vankantar leiða til þess að þeir sem geta skjóta sér undan krónunni sem best þeir geta og leita til annarra mynta sem uppfylla betur þessi skilyrði. Það er þó ekki endilega samasem merki á milli þess og að vilja leyna eignum eða víkja sér undan skatti þó það fari vissulega oft saman, því miður.

Þessir ágallar krónunnar eru, voru og verða ávallt uppspretta og gróðarstía fyrir mismunun, óréttlæti og spillingu. Til viðbótar bjaga þeir starfsskilyrði atvinnulífsins og valda því að gengi krónunnar ræður meiru um afkomu en eiginlegur rekstur. Það getur ekki verið eðlilegt ástand.

Traust og trú á því að allir sitji við sama borð og innviðir séu í lagi er forsenda þess að nokkur leið verði til að ná þokkalegri sátt um leikreglur samfélagsins – krónan getur aldrei verið hluti af þeirri mynd.

Jón Steindór Valdimarsson
formaður Já Ísland

Krónulaust Ísland eftir 5 ár 20.02.12

brotisturvidjumISK22

Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir fjallar um leiðina að upptöku evrunnar og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, veltir því fyrir sér hvað krónan kostar íslensk heimili – fróðlegur fundur þann 23. febrúar kl. 20.- Lesa meira

Er raunverulega hægt að afnema verðtryggingu með krónu? 29.11.11

SigurðurMGrétarsson-1110605929

Í grein dagsins fjallar Sigurður M. Grétarsson um þá spurningu hvort raunverulega sé hægt að afnema verðtryggingu með krónu, eins og anstæðingar aðildar Evrópusambandsins og evrunnar hafa haldið fram. Þetta skoðar Sigurður með tilliti til langtímalána eins og húsnæðislána. Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni. Þegar rætt hefur verið um kosti þess…


- Lesa meira

Hvað ertu að kaupa kona? 18.06.11

konur-kaupa

Þriðjudaginn 21. júni er fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!- Lesa meira

Lægra matvælaverð og hagstæðari lán innan ESB 21.04.11

gisli_tryggvason

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að matvælaverð muni lækka og að lánakjör Íslendinga verði hagstæðari ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í viðtali við hann á vefnum Þjóð: Hugleiðingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.  Í viðtalinu segir Gísli meðal annars: „Ég hef sagt að fyrir neytendur, sem ég starfa fyrir núna, þá muni…


- Lesa meira

Krónan, bjargvættur eða bölvaldur? 04.03.11

Illugi_Gunnarsson

Verður hægt að afnema höftin? Hvað tekur þá við? Þurfa Íslendingar alltaf að búa við tuga prósenta sveiflur í gengi Hjálpar krónan okkur út úr kreppunni? Hver borgar brúsann? Kemur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils til greina?
Við þessar spurningar glíma Illugi Gunnarsson og Gylfi Zoega á fundi Sjálfstæðra Evrópumanna 7. mars kl. 17.- Lesa meira

Evran eða króna? Hvaða leiðir eru færar? 28.02.11

gylfi_magnusson_220

Flestir virðast sammála um að íslenska krónan sé ekki framtíðarmynt Íslands. Engu að síður verðum við að notast við hana þar til önnur lausn finnst. Þessum og mörgum fleiri álitamálum veltir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við HÍ fyrir sér í fyrirlestri í fundaröðinni: Fróðleikur á fimmtudegi. Gylfi munu meðal annars reyna að svara eftirfarandi…


- Lesa meira

Viltu 30% launahækkun – til frambúðar 23.12.10

Guðmundur Gunnarsson

Skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni er um 30 milljónir króna umfram það sem gerist annarsstaðar á Norðurlöndunum – segir Guðmundur Gunnarsson.- Lesa meira

Blóðsúthellingalaus leiðrétting 17.08.10

Guðmundur Gunnarsson

„Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna“ svo ég noti þeirra eigin orð.“ Guðmundur Gunnarsson skrifar um kjör launafólks.- Lesa meira