Um okkur

 

 

Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina.

Já Ísland er sameiginlegt verkefni og vettvangur Evrópusamtakanna, Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðra Evrópumanna, Sterkara Íslands og Ungra Evrópusinna.

Tíu leiðarstef sem Já Ísland hefur sett sér varðandi umræðuna um aðild Íslands að ESB:

  • við beitum staðreyndum og rökræðu
  • við blöndum okkur ekki í dægurpólitík
  • við erum upplýsandi og sanngjörn
  • við forðumst gífuryrði
  • við forðumst þrætubókarlist og kappræðu
  • við höfum gaman að því sem gerum
  • við notum einföld en skýr skilaboð
  • við tölum við fólk en ekki til þess
  • við virðum skoðanir hver annars
  • við viljum að Ísland rísi undir nafni sem þjóð meðal þjóða

Þeir einstaklingar sem styðja Já Ísland hafa margar og ólíkar skoðanir en eru sammála um að framtíð okkar Íslendinga sé betur borgið í samfélagi þjóðanna innan Evrópusambandsins en utan þess. Hver um sig er sammála á eigin forsendum og hefur fyrir því sínar ástæður og rök.

Já Ísland byggir tilveru sína á virkni félagsmanna og frjálsum fjárframlögum.

Allar upplýsingar veitir Jón Steindór Valdimarsson, formaður.
jaisland@jaisland.is
gsm 662 1217