febrúar 23, 2012 @ 20:00febrúar 23, 2012 @ 22:00

Krónulaust Ísland eftir 5 ár

Staðsetning
Já salurinn Skipholti
Skipholt 50a, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 23, 2012
kl. til .


Fimmtudaginn næsta, þann 23. febrúar, stendur Já Ísland fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina Krónulaust Ísland eftir 5 ár. 

Tvö erindi verða haldin á fundinum;

Leiðin að upptöku evrunnar
– Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir

Hvað kostar krónan íslensk heimili
–  Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ

Að erindunum loknum verður opnað fyrir umræður og spurningar.

Fundarstjóri er Margrét Arnardóttir, verkfræðingur.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Já Ísland, að Skipholti 50A, 2. hæð.

Allir velkomnir.

Hér er linkur á viðburðinn á Facebook.

febrúar 14, 2012 @ 12:00febrúar 14, 2012 @ 13:00

Er Evrópusambandið fyndið?

Staðsetning
Kaffi Sólon
Bankastræti 12, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 14, 2012
kl. til .


Grínistarnir Bergur Ebbi Benediktsson og Ugla Egilsdóttir ætla að vera með uppistand um Evrópusambandið og velta fyrir sér þeirri spurningu hvort Evrópusambandið sé fyndið, á næsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 14. febrúar.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund. Fundarstjóri Gunnar Svavarsson.

Fundurinn verður sem fyrr haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.

febrúar 10, 2012 @ 12:00febrúar 10, 2012 @ 13:00

Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins

Staðsetning
Háskóli Íslands, Lögberg 101
Suðurgata, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 10, 2012
kl. til .


Föstudaginn 10. febrúar stendur Alþjóðamálastofnun HÍ fyrir erindi um Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins. Það verður Jordi Vacquer i Fanés, forstöðumaður alþjóðamálastofnunarinnar í Barcelona sem flytur erindið.

„Sú bjartsýni sem ríkti innan ESB í kjölfarið hefur nú dofnað eftir kosningasigra flokka íslamista í Túnis, Egyptalandi og Marokkó. Ástandið er síður en svo stöðugt í Líbýu og Jemen og mótmælendur í Bahrein og Sýrlandi eru vægðalaust beittir ofbeldi. Óvissan um framtíðina er því mikil á þessum slóðum. Ári eftir fall Mubaraks er Evrópusambandið enn að reyna að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa í arabaheiminum. Nú þarf að grípa tækifærið og endurskoða stefnu sambandsins til þess að geta tekist á við þessar nýju áskoranir.“

Fundurinn fer fram í Lögbergi 101, milli klukkan 12 og 13 og eru allir velkomnir.

Erindið fer fram á ensku.

febrúar 3, 2012 @ 12:00febrúar 3, 2012 @ 13:00

Áskoranir Evrópusambandsins

Staðsetning
Háskóli Íslands, Lögberg 101
Suðurgata, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 3, 2012
kl. til .


Föstudaginn 3. febrúar heldur Anna Jardfelt, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar, erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um þær áskoranir sem Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir.

Í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnunar kemur eftirfarandi fram: „Hlutverk þess sem leiðandi afls í alþjóðasamfélaginu hefur veikst vegna fjármálakreppunnar og þeirrar valdatogstreitu sem er til staðar innan sambandsins. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir smærri ríki? Munu raddir þeirra heyrast í Evrópusamstarfinu? Er raunhæft að ætla að Evrópusambandið muni áfram vera afgerandi á alþjóðasviðinu? Og ef ekki, eru þá aðrir kostir í stöðunni?“

Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 101, frá klukkan 12 – 13.

Allir velkomnir.

janúar 27, 2012 @ 12:00janúar 27, 2012 @ 13:00

Stjórna stóru aðildarríkin öllu? Tíu fullyrðingar um nýja Evrópustefnu Þýskalands.

Staðsetning
Háskóli Íslands, Lögberg 101
v/Suðurgötu, Reykjavík. ( Sjá kort )
janúar 27, 2012
kl. til .


Föstudaginn 27. janúar, verður Simon Bulmer, prófessor í Evrópufræðum og deildarstjóri við Sheffield háskólann í Bretlandi, gestur Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands.

Bulmer mun fjalla um stöðu Þýskalands sem stórveldis innan Evrópusambandsins og þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þess í Evrópusamstarfinu.

Fundurinn fer fram í Lögbergi, stofu 101 milli klukkan 12 og 13.

Allir velkomnir.

nóvember 29, 2011 @ 12:00nóvember 29, 2011 @ 13:00

Mun ESB-aðild verða banabiti íslensks landbúnaðar?

Staðsetning
Sólon Íslands
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
nóvember 29, 2011
kl. til .


Þriðjudaginn 29. nóvember stendur Evrópuvakt Samfylkingarinnar fyrir hádegisfundi um Evrópusambandsaðild og íslenskan landbúnað. Frummælandi á fundinum er Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn verður sem fyrr haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir.

Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.

nóvember 25, 2011 @ 12:00nóvember 25, 2011 @ 13:00

Evrópusambandsaðild – flótti úr einu brennandi húsi í annað?

Staðsetning
Hótel KEA
, 600 Akureyri. ( Sjá kort )
nóvember 25, 2011
kl. til .


Föstudaginn 25. nóvember stendur Já Ísland fyrir opnum hádegisfundi um Evrópusambandið og efnahagsmál, evruna og krónuna.
Frummælandi verður Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun.   Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst klukkan 12.00.

Allir velkomnir.

nóvember 24, 2011 @ 20:30nóvember 24, 2011 @ 23:00

Jóla- pubquiz og Helga Möller á skemmtikvöldi evrópusinna

Staðsetning
Sólon Ísland
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
nóvember 24, 2011
kl. til .


Á fimmtudaginn næsta þann 24. nóvember ætla Evrópusinnar að halda jólapubquiz á Kaffi Sólon 2. hæð – enda fyrsti í aðventu rétt handan við hornið. Spurningar eru um allt á milli jóla og Evrópu og er bjórkassi í vinning.

Ske-maðurinn frækni og þingmaðurinn óháði Guðmundur Steingrímsson verður spyrill.

Til að hita okkur upp fyrir jólin kemur hin eina sanna drottning jólalaganna Helga Möller og syngur fyrir okkur nokkur lög. Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Sem sagt, jólapubquiz, Helga Möller, jólabjór, piparkökur og evrópusinnar.

Getur hreinlega ekki klikkað.

Bjór á tilboði!

Allir Evrópusinnar velkomnir.

Sjáumst.

Nefndin

Upphitnun:

nóvember 12, 2019 @ 22:01nóvember 12, 2019 @ 22:01

Evrópumálaráðherra Írlands, Lucinda Creighton, heldur opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík

Staðsetning

, . ( Sjá kort )
nóvember 12, 2019
kl. til .


Þann 23. nóvember mun Evrópumálaráðherra Írlands, Lucinda Creighton, halda opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, milli klukkan 12.05 og 13, í sal M101 (fyrrum Bellatrix).

Lucinda Creighton er lögfræðingur að mennt og þingmaður Fine Gael stjórnmálaflokksins á Írlandi, en Lucinda er fædd árið 1980 og var yngsti þingmaður Írlands þegar hún var fyrst kosin á þing árið 2007. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir skýran og sjálfstæðan málflutning.

Hér er viðtal við Lucindia um Lisbon sáttmálann og samstarfið innan Evrópusambandsins: https://www.youtube.com/watch?v=yb9_b_lsNoE&feature=player_embedded

Samlokur og gos í boði á fundinum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti til skraningar@ru.is

september 30, 2011 @ 13:00september 30, 2011 @ 14:00

Hversu áhrifamikil eru smáríki við ákvarðanir innan ESB?

Staðsetning
Háskóli Íslands / Oddi 201
Sturlugata 3, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
september 30, 2011
kl. til .


EVRÓPA – samræður við fræðimenn

Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri. Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur, nema annað sé tekið fram.

Hversu áhrifamikil eru smáríki við ákvarðanir innan ESB?

Diana Panke, stjórnmálafræðiprófessor við University College Dublin á Írlandi.