Evrópuvakt Samfylkingarinnar

Innan Samfylkingarinnar starfar Evrópuvakt sem hefur meðal annars skipulagt Evrópuskóla fyrir almenna flokksmenn og staðið fyrir opnum umræðufundum um Evrópumál.  Hátt í 300 manns hafa sótt Evrópuskólann en þar hefur verið lögð áhersla á að veita aðgengilega fræðslu um sögu, stofnanauppbyggingu og ákvarðanatöku Evrópusambandsins. Einnig hefur verið farið gaumgæfilega yfir málaflokka sambandsins og stöðu Íslands í samvinnu ríkja Evrópu. Fundaröð Evrópuvaktarinnar hefur verið vel sótt en í vetur hafa verið haldir hálfsmánaðarlegir þriðjudagasfundir í hádegi á Sólon undir yfirskriftinni Ísland í Evrópu.

 Markmið og verkefni

Evrópuvakt Samfylkingarinnar heyrir undir utanríkis- og Evrópunefnd flokksins. Markmið Evrópuvaktarinnar er að stuðla að því að stefnumörkun, ákvarðanir, umræða og málefnastarf Samfylkingarinnar á sviði Evrópumála byggi á þekkingu, fagmennsku og traustum grunni. Það gerir hún meðal annars með ráðgjöf og stuðningi við utanríkisráðherra, formann, stjórn og þingflokk Samfylkingarinnar á sviði Evrópumála, opnum fundum, fræðslu og/eða útgáfu á sviði Evrópumála.

Á Evrópuvaktinni veturinn 2010 til 2011:

Anna Pála Sverrisdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Arnar Guðmundsson, Baldur Þórhallsson (formaður), Guðrún Jóna Jónsdóttir, Helgi Hjörvar, Dagný  Aradóttir, Dagur B. Eggertsson, Jón Karl Helgason, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Kjartan Jóhannsson, Kristján Guy Burgess, Kristrún Heimisdóttir, Sema Erla Serdar, Valgerður Bjarnadóttir, Þóra Ásgeirsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarphéðinsson.