Aðalfundur: Sterkara Ísland / Já Ísland 12.10.11

ja_island_220_170

Sterkara Ísland / Já Ísland heldur aðalfund sinn miðvukudaginn 12. október kl. 20 í fundarsal sínum að Skipholti 50a. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir félagsmenn hvattir til að mæta og taka þátt.


- Lesa meira

Leiðin að Já-inu – talsmannanámskeið! 24.09.11

Hressir evrópusinnar

Nú er kominn tími til að bretta upp ermar, framundan er verkefnið að sannfæra þjóðina um að Íslandi sé betur borgið innan ESB og því erum að undirbúa stórsókn þar sem við ætlum að hitta fólk á vinnustöðum, í skólum og á fundum – um allt land næstu mánuðina- Lesa meira

Njörður segir JÁ 22.08.11

njörður2

Ég styð aðild Íslands að Evrópusambandinu meðal annars vegna þess að við erum norræn evrópsk þjóð og eigum heima í samfélagi Evrópuþjóða sem starfa saman af gagnkvæmri virðingu. Evrópusambandið snýst ekki eingöngu um fjármál og myntbandalag. Til þess var stofnað af friðarhugsjón, til þess að binda enda á sundrungu og styrjaldir í álfunni.- Lesa meira

Áskorun – stöndum saman 28.06.11

askorun2

Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa af heilindum að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem meirihluti landsmanna styður. Til þess að þjóðin megi njóta fjölmargra kosta fullrar aðildar þarf að ná samningi sem tryggir framtíðarhagsmuni Íslendinga sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Efnahagslegur stöðugleiki, lægri vextir, afnám verðtryggingar, lægra matvælaverð og þátttaka…


- Lesa meira

Upphaf viðræðna – hittingur á B5 27.06.11

karlinn3

Evrópusinnar ætla að koma saman á B5 í Reykjavík til að fagna upphafi formlegra samningaviðræðna við ESB mánudaginn 27. júní kl. 20:30. Full ástæða til að lyfta glasi og spjalla!- Lesa meira

Frábær og fjölmennur kvennafundur 24.06.11

Ríflega sjötíu konur mættu á fundinn

Á þriðjudaginn  síðasta var haldinn fyrsti kvennafundur Já Ísland hreyfingarinnar og var umræðuefnið ESB og neytendamál. Ræðukona kvöldsins var Brynhildur Pétursdóttir sem hélt fyrirlestur um allt frá transfitusýrum, merkingu á matvælum til vaxtastigs í Evrópu. Þrátt fyrir blíðskapaveður og að það sé langt komið inn í sumarið fjölmenntu konur á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að…


- Lesa meira

Hvað ertu að kaupa kona? 21.06.11

konur-kaupa

Þriðjudaginn 21. júni er fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!- Lesa meira