Sterkara Ísland

STERKARA ÍSLAND á rætur sínar að rekja til undirskriftasöfnunar undir merkjum VIÐ ERUM SAMMÁLA vorið 2009 og hafði þann tilgang að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Um 15.000 manns rituðu undir áskorunina og takmarkið náðist þegar Ísland sótti um aðild í júlí 2009.

Það fólk sem stóð að baki því átaki stofnaði með sér félag sem heitir STERKARA ÍSLAND – þjóð meðal þjóða.

STERKARA ÍSLAND er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Um það eru þátttakendur sammála þrátt fyrir að vera fólk með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Hver um sig er sammála á eigin forsendum og hefur fyrir því  eigin ástæður og rök. Samfélagið er opið öllum þeim sem styðja þessi markmið og og virða samskiptareglur þess.

STERKARA ÍSLAND er grasrótarsamfélag og lítil áhersla lögð á formfestu og flókið skipulag. Verkefnið hefur enga sérstaka talsmenn og það er aldrei talað í nafni samfélagsins að öðru leyti en því sem felst í hinum sameiginlegu markmiðum.

STERKARA ÍSLAND er eitt af þeim félögum sem standa að baki verkefninu Já Ísland og stjórn og framkvæmdaráð STERKARA ÍSLANDS stýrir því verkefni.

Samþykktir      –      Stjórn      –      Framkvæmdaráð