Það sem virðist í fyrstu snúa upp snýr oft niður, svo er það nú með íslensku krónuna.

  • Af því að við Íslendingar höfum kosið að vera með minnsta sjálfstæða gjaldmiðilinn i heiminum borgum við fyrir tvær íbúðir þegar við kaupum eina ólíkt því sem við myndum gera ef við hefðum aðgang að sömu kjörum og  t.d. í Danmörku, eða í öðrum Evrópusambandsríkjum.
  • Það er vegna krónunnar fyrst og fremst sem matvælaverð hefur í áraraðir verið hér dýrara en í ESB ríkjum og þó kannanir sýni nú að matvælaverð sé hér lægra en það var fyrir hrun, þá er það bara lægra fyrir þann sem fær laun í evrum eða öðrum svipuðum gjaldmiðli. Auk þess sem veiking krónunnar hefur ekki enn skilað sér í lækkað matvælaverð eins og hagfræðingur ASÍ benti á í fréttum í gær.
  • Það er vegna krónunnar sem heimilin í landinu eru skuldsettari en nokkurn óraði fyrir að hægt væri, vegna þess almenningur niðurgreiðir kostnaðinn við krónuna í gegnum verðtrygginguna – svo ekki sé talað um kostnaðinn við hrun krónunnar fyrir  þá tóku erlend lán.
  • Það er vegna krónunnar sem flest stór fyrirtæki á Íslandi sem eru með tekjur í erlendri mynt eru löngu hætt að nota krónuna, meira segja hörðustu andstæðingar aðildar útgerðarkóngarnir viðurkenna að myntin er ónýt og ekki hægt að treysta á hana.
  • Það er nefnilega vegna krónunnar sem fyrirtæki hér á landi sem eiga í einhverjum viðskiptum við útlönd, hvort sem er inn- eða útflutningur geta engan veginn treyst því að áætlanir gangi upp – sveiflukennd krónan hefur sett ófá fyrirtæki á hausinn.
  • Það er nefnilega ekki af ástæðulausu sem verkalýðsforystan segist vilja fá laun í alvöru gjaldmiðli – fólkið í landinu er búið að kosta tilveru krónunnar nógu lengi.

Væri nú ekki gaman að geta borgað bara einu sinni fyrir fasteignirnar okkar, geta verslað í matinn án þess að þurfa að telja hverja verðlausu krónuna og að forsendur þess hvernig fyrirtækjum vegnaði væri hvernig þau væru rekinn ekki hversu óheppinn eða heppinn fyrirtækin með sveiflur á krónunni.

Lánastofnanir eru með belti og axlarbönd,   stærstu fyrirtækin eiga í fullu fangi með að geta rekið sig í núverandi ástandi þó þau geti mörg hver rekið sig að mestu með að nota erlenda mynt.  Lítil og meðalstór fyrirtæki – og almenningur í landinu niðurgreiðir krónuna á hverjum degi.

Hvers vegna í ósköpunum að halda þessari vitleysu áfram?