fuleÍ fréttatilkynningu á vef Utanríkisráðuneytisins kemur fram að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Brussel í gær, mánudaginn 8. apríl.

Þar segir að á fundi þeirra hafi Füle sagst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði.

Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að ESB væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga. Hann sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri.
Íslensk stjórnvöld sendu Evrópusambandinu samningsafstöðu sína fyrir jól. Þar eru settar fram skýrar kröfur um að Íslendingar myndu viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum. Mögulegt verður að opna kaflann á næstu ríkjaráðstefnu sem gert er ráð fyrir í júní.
Nánar má lesa um fund þeirra með því að smella hér.