RTEmagicC_Evropudagur_tonleikar.pngEvrópustofa stendur fyrir hátíðartónleikum í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 11. maí, kl. 20.00, í tilefni af Evrópudeginum.

Þar verður almenningi boðið að njóta tónlistar í flutningi Ungsinfóníu Evrópusambandsins (e. European Union Youth Orchestra (EUYO)) ásamt söngvurum frá Evrópsku óperumiðstöðinni (e. European Opera Centre). Hljómsveitarstjórinn er Laurent Pillot.

Ungsinfónía Evrópusambandsins sameinar hæfileikaríkasta, unga tónlistarfólk Evrópu undir heimsþekktum hljómsveitarstjórum og hefur getið sér gott orð um allan heim.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en miða á tónleika er hægt að nálgast í miðasölu Hörpu, í síma 528 5000, eða á vef tónlistarhússins, www.harpa.is., og einnig á midi.is.

Dagskrá tónleikanna má finna á vef Evrópustofu. Þar er einnig hægt að finna hljóðupptökur og myndbönd með Ungsinfóníu Evrópusambandsins.