Croatia-elections-for-EU-parliamentKróatía varð í dag, þann 1. júlí 2013, 28. aðildarríki Evrópusambandsins.

Króatía sótti um aðild að ESB árið 2003 og formlegar viðræður hófust á milli Króatíu og Evrópusambandsins árið 2005. Viðræðunum lauk árið 2011.

Árið 2012 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Króatíu um aðildina og var hún samþykkt með 68% meirihluta þjóðarinnar. Loks samþykktu allir 136 þingmenn króatíska þingsins aðild.

Króatía er annað ríkja fyrrum Jógóslavíu sem gengur í Evrópusambandið, en Slóvenía fékk aðild árið 2004.

Já Ísland óskar Króatíu til hamingju með aðildina að Evrópusambandinu.