Í kvöldfréttum á RÚV var greint frá því að samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vill helmingur landsmanna halda áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þá vilja 38% að viðræðum verði hætt.

Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim? 12,1% tók ekki afstöðu.

Samkvæmt könnuninni vilja þeir sem eldri eru frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Þá eru karlar frekar fylgjandi viðræðunum en konur, og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Þegar stuðningur við stjórnmálaflokka er skoðaður kemur mikill munur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill halda viðræðum áfram, rúm 90% kjósenda Samfylkingar, 25% Framsóknarmanna og rúmlega 55% kjósenda Vinstri grænna.

Nánar um könnunina hér: http://ruv.is/frett/helmingur-vill-halda-afram-vidraedum