Margrét Guðmundsdóttir er formaður Félags atvinnurekenda og framkvæmdastjóri IcePharma. Hún viðrar skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu í viðtali á vefnum  www.thjod.is en hann hefur að geyma hugleiðingar Íslendinga úr ýmsum áttum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Margrét nefnir m.a. að sér komi spánskt fyrir sjónir hve þeir sem ættu að bera hag almennings fyrir brjósti eru áhugalausir um kosti þess fyrir hann að ganga í Evrópusambandið. Nefnir hún sérstaklega til sögunnar þá sem halla sér til vinstri í stjórnmálum.

Margrét Guðmundsdóttir er í hópi þeirra sem segja: Já Ísland.