Ný könnun Capacent – 53,1% vilja ljúka aðildarviðræðum. Í nýrri könnun Capacent kemur fram að ríflega helmingur þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um niðurstöður samningsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagt var frá könnuninni í Fréttatímanu.

Áhugavert er að um þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja áframhaldandi aðildasamninga, 70% kjósenda Vinstri grænna vilja ljúka viðræðum, 99% kjósenda Samfylkingarinnar en aðeins 20% kjósenda Framsóknarflokksins.  Í hópi þeirra sem myndu kjósa aðra flokka vilja 59% fá að kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.

Könnunin sem gerð var daganna 10. – 16. nóvember 2011 fyrir Já Ísland.

Sjá könnunina í heild