Síðastliðinn þriðjudag tók Seðlabankinn í Sviss þá ákvörðun að tengja svissneska frankann við evruna, en gengið á frankanum var orðið of hátt gagnvart evrunni. Þessi tilraun Svisslendinga til þess að vernda efnahaginn í landinu sem hafði undanfarið hægt á sér, hefur víða vakið athygli, en í grein sem birtist á Spiegel Online í gær er fjallað um að þeir sem gagnrýna evruna ættu að láta sér þetta að kenningu verða, þar sem „ekkert ríki getur komið sér undan gangverki hins samtvinnaða alþjóðlega markaðs.“

Vísað er í fjölmargar umsagnir um málið í þýskum fjölmiðlum þar sem raddir hafa verið uppi um upptöku þýska marksins á ný. Höfundur greinarinnar, Charles Hawley, og flestir miðlar sem hann vísar í, benda gagnrýnendum evrunnar á að þetta sé sönnun þess að slíkt sé ekki undir neinum kringumstæðum hagstætt, framtíð evrunnar sé alls ekki ákveðin og „að í heimi alþjóðaviðskiptanna sé engin eyja alsælunnar til.“

Þessa áhugaverðu grein má lesa á: http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,784899,00.html